Friday, May 09, 2003

Samfylkingin

Þessi flokkur olli mér nokkrum vonbrigðum í kosningabráttunni. Hópurinn virkar oft sudnurleitur og treysta alltof mikið á talsmann sinn. Kosningabaráttan þykir mér hafa verið einkennileg og fylgi flokksins í samræmi við það. Maður varð varla var við hann þar til viku fyrir kosningar þá hófst stórsókn í fjölmiðlum. Mín skoðun er sú að hann hafi ef til vill farið aðeins og seint af stað. Málefni flokksins hafa verið svolítið á reyki þar sem frambjóðendur flokksins eru oft á tíðum ekki klárir á stefnunni og tala stundum ekki sama tungumáli. Auglýsingaherferð flokksins finnst mér ekki hafa skilað árangri þar sem þeir stilltu Ingibjörgu Sólrúnu þannig að fólk ætti að kjósa hana bara út af því að hún er kona. Hafði maður á tilfinningunni að þarna væri kvennalistinn sálugi genginn aftur.

Kostir flokksins eru tvímælalaust forsetaráðefnið sem á eflaust eftir að láta til sín taka í framtíðinni. Núna er loksins kominn flokkur sem getur skákað vígi sjálfstæðisflokksins þó ég efist um að hann muni nokkurn tímann máta hann.

Styrkleiki flokksins er viðhorf hans til menntamála þar sem að hann virðist vera eini flokkurinn sem gerir sig grein fyrir mikilvægi menntunar í landi. Hann gerir sér grein fyrir að mikilvægasta auðlind þjóðarinnar er falinn í þeim mannauði sem þjóðin býr yfir. Ingibjörg svaraði því vel þegar hún var spurð hvort hún hefði verið á móti því að ríkisstjórnin lagði milli 6-7 milljarði í atvinnulífsuppbyggingu. Hún svaraði því að hún hefði viljað sjá fé fara meira í rannsóknir og þróun í stað vegagerðar. Ég er sammála því. Ég tel að 2 milljarðir sem varðveitt er til vísindastarfa sem í framtíðinni skilar af sér fleiri störum sé betur varið en að bora göng í gegnum fjall á Norðurlandi til þess að nokkrir tugir manna geti komist milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Einnig líst mér vel á þá ungliðahreyfingu sem starfar innan flokksins. Þarna er ungt fólk með sjálfstæðar hugsanir og horfir lengra út fyrir sjávarströndina en til Vestmannaeyja. Þarna eru eistaklingar sem móta sína eigin hugsjón sem skapast ekki af formanni flokksins eins og t.d. ungir sjálfstæðismenn.

Það sem ég er að leita eftir í þessum kosningum er sá flokkur sem mun koma sér best varðandi framtíð mína. Ég er 27 ára, hef lokið námi frá Íþróttaskori Kennaraháskólans og Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Hvernig stendur á því í samfélagi eins og hér á landi skuli það vera vandamál fyrir fólk með slíka menntun að fá atvinnu? hvað er að? Mér var kennt að góð menntun væri undirstaðan í lífinu. Ef er fullviss um það ef ég hefði hætt í skóla við 16 ára aldur og hugsanlega tekið meirapróf ætti ég ekki neinum vandræðum að fá vinnu. Ég gæti farið að bora göng, leggja vegi eða fengið vinnu á austfjörðum í álveri. Við mínar aðstæður get ég ekki sætt mig við að sitjandi ríkisstjórn verði áfram við völd 4 ár til viðbótar og samtals þá 12 ár. Breytinga er þörf, það sér hver einasti maður, ekki síst ef hann er námsmaður.

Í þessum skoðunum mínum á stjórmálaflokkum hef ég ekki tekið fyrir frjálslyndaflokkinn en hann hefur staðið sig vel þrátt fyrir að vera 98% mannaður af jólasveinum. Þeir geta bara talað um fisk og það er líka nóg. Þeir hafa engar skoðanir á öðrum málefnum sem er mjög slæmt. Þetta er eins og að það kæmi einhver léttlyndisflokkur fram á sjónarsviðið með þá stefnu að stunda bara kynlíf til þess að fjölga fólki í landinu á þeim rökum að ná fram stærðarhagkvæmni. Reyndar er einn maður innan flokksins sem hefur komið mér hvað mest á óvart í þessari kosningabaráttu en það er Gunnar Örlygsson. Ég er hissa á að flokkurinn hefur ekki stillt honum upp meira opinberlega. Hann hefur mikinn sannfæringarmátt og er klár að svara fyrir sig, auk þess að hann veit greinilega hvað hann er að tala um. Hann hefur jafnframt vit á því að draga sig í hlé ef hann er ekki 100% á þeim málefnum sem um ræðir, ólíkt mörgum stjórnmálamönnum sem eru sígjammandi og vita engan vegin hvar takmörk þeirra liggja. Það er betra að hafa góðar þekkingu á fáum málefnum en litla þekkingu á mörgum. Heyrir þú þetta Kolbrún Halldórsdóttir!!!!.

Annars vil ég bara óska öllum gleðilegra kosningavöku og kvet alla til þess að nota atkvæði sitt, sama hvaða flokk þið kjósið. Það skiptir máli að hafa skoðanir og nú er tækifærið. Allir hafa rétt á því að hafa skoðanir, sama hvers eðlis þær eru. Mín skoðun er eins og áður sagði, það er eitthvað að þegar maður hefur verið 9 ár í námi eftir grunnskóla og fær enga vinnu. Mínir hagsmunir eru fólgnir í breytingum.

Á morgun ætla ég að kjósa og svo að sjálfsögðu að kíkja á djammið. Ritgerðin er að klárast, en kosningadjammið hefur forgang þar sem ég ætla að skella mér í partý til Emma og þaðan á kosningavöku á Broadway.

Að lokum langar mig að minna á bestu auglýsingu kosningabaráttunnar sem er neðst á bls. 12 í fréttablaðinu í dag.

Mín spá: B-listi 16,2% D- listi 34,3% F-listi 9,4% S-listi 29,8% V-listi 9,0% Aðrir 1,2%