Vinstri grænir
Hvað er eiginlega hægt að segja um þessa hreyfingu? Það er sama hvað er gert í þessu þjóðfélagi, sama hversu gott eða vont það er þá setja talsmenn þessa flokks sig alltaf á móti. Einhvern vegin hef ég það á tilfinningunni ef að einstaklingur úr vinstri grænum myndi flytja í hverfið mitt, þá myndi hann flytja beint á móti mér, einfaldlega til þess að vera á móti. Slikur kommúnista hugsunarháttur ríkir í þessum flokki að ég vona þjóðarinnar vegna að komist aldrei til valda. Ef að þessi flokkur hefði verið við völdin einhvern tímann á síðustu 20 árum þá værum við enn í sömu sporum og borðuðum fjallagras. Að minnsta kosti get ég lofað því að við værum ekki aðilar að EES samningnum sem gerður var fyrir tilstilli Jóns Baldvins, sem hefur reynst íslensku efnahagslífi mesta búbót síðari ára. Því miður sé ég þennan flokk ekki funkera í stjórnarsamstarfi við aðra flokka þar sem ég sé ekki að nokkur maður gæti unnið samfara stefnu flokksins. Vinstri grænir er og verður ávallt stjórnarandstöðuflokkur gamalla kommúnista á Íslandi. Framboðslistar flokksins eru heldur ekki uppá marga fiska, þarna er fólk sem hefur ekkert erendi í pólitík heldur myndi samsvara sér betur á öðrum sviðum t.d. fyrir hagsmunasamtökum um bætt umhverfi. Það er allt í lagi að ná sér í þekkt fólk í þjóðfélaginu og stilla því upp á lista, en að gera það að einum af talsmönnum flokksins segir ýmislegt þá manneklu sem flokkurinn glímir við. Þórey Edda haltu þig við stangarstökkið, þú stefnir hærra þar.
Kostir flokksins eru reyndar nokkrir. Að mínu mati er þetta flokkur sem er trúr sinni stefnu og hleypur ekki á milli stefnumála eftir atkvæðum. Hann sníðir sér stakk eftir vexti og er ekki að taka þátt í glansmyndasýningu hinna flokkanna. Helsti styrkur flokksins er leiðtoginn Steingrímur J. Sigfússon sem er einn af mínum uppáhalds stjórnmálamönnum, þrátt fyrir að ég sé ósammála honum í hvert sinn sem hann opnar munninn. Þetta er frábær stjórnmálamaður sem lætur engann vaða ofan í sig. Hann er að mínu mati einn besti ræðumaður hér á landi, auk þess að vera alltaf málefnalegur. Hann getur alltaf fært rök fyrir máli sínu, ólíkt mörgum öðrum stjórnmálamönnum. Þegar ég hlusta á hann sannfærist ég alltaf um að hann hafi rétt fyrir sér þrátt fyrir að ég hafi gjörsamlega verið annarar skoðunnar í upphafi, slíkur er sannfæringa máttur hans. Þegar hann hættir hins vegar að tala, kveikir maður á perunni og áttar sig á því að maður vill ekki afturhaldshreyfingu við völd.
Hvort að maður merki X við U veit ég ekki,,,,,,,þarf að spá fyrst í Samfylkinguna fyrst.