Monday, April 14, 2003



Ef ég fengi að ráða einhverju um það sem sýnt er í íslensku sjónvarpi er nokkuð ljóst að það yrðu ekki íslenskar íþróttir. Það er hálfsorglegt að fylgjast með svokölluðu “afreksfólki” landsins að sýna listir sýnar. Sunnudagskvöldið horfði ég á Helgarsportið og var þar verið að sýna frá Skíðamóti Íslands þar sem að komið var saman allt besta skíðafólk landsins. Ekki veit ég hvort þetta fólk hefur verið undir áhrifum vímuefna eða hvort að jafnvægisstöðvar í höfði hafi eitthvað skaddast í æsku en ofboðslega átti fólkið með að standa í fæturna. Meira að segja sú sem sigraði í einni grein í kvennaflokknum hálfpartinn datt á rassgatið en vann samt!. Í viðtali við Samúel Örn sagði hún að aðalmarkmiðið hjá sér hefði verið að klára keppnina og sigurinn hafi verið bónus. Er þetta hugarfar afrekmanns? Fyrir mér hljómar þetta eins og markmið klámmyndaleikara þ.e. bara að klára. Það væri lítið gaman að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu ef það færi í alla leiki til þess að klára þá, ekki til að vinna.

Við búum á Íslandi. Við getum ekki neitt á skíðaíþróttum, ekki neitt í íshokký, ekkert á skautum, almennt getum við ekkert í vetraríþróttum. Viti menn,,,Íslendingar gefast ekki upp. Við erum farin að stunda Curling!! sem er svona Boccia nema bara spilað á ís. Til þess að hafa meira action þá eru tveir sóparar sem að sópa það frá sem er fyrir kúlunni og yfirleitt er ekkert fyrir kúlunni nema flasa sóparanna, þannig að hlutverk þeirra er að sópa eigin flösu. Þarna er sóknartækifæri fyrir okkur Íslendinga til þess að ná langt. Bestu afreksmenn okkar sem hafa unnið til verðlauna á alþjóðavísu eru þroskaheftir eða fatlaðir. Við höfum séð það á fjórða hverju ári þegar að ólýmpíufarar okkar koma alsælir heim eftir að hafa fengið að vera með á ólympíuleikunum þá fara aðrir íþróttamenn héðan í Special Olymics og sópa að sér verðlaunum. Við eigum marga góða boccia spilara, meira að segja í Borgarnesi og nú er bara að skella þeim í curling búningin og útá svellið. Reyndar þar að endurskoða þessa búninga í curling til þess að fá meiri athygli fjölmiðla. Hvernig tæki curling spilari sig út í hástökksstuttbuxum og netabol? Já, svona týpískur íslenskur karlkyns frjálsíþróttamaður.


Svo er það þjóðaríþróttin glíma sem er álíka spennandi og háöldruð kerling á dagvistunarheimili sem legið hefur í coma í hálfa öld. Til þess að lífga upp á íþróttina hafa keppendur verið klæddir upp í þrönga spandex búninga og svo eru þeir með leðurólar um mittið. Það versta er að keppendurnir eru yfirleitt svo illa á sig komnir að þeir líta út eins og vagonpakkaðar lifrapylsur þegar þau loksins ná að troða sér í búninginn. Hvað gengur svo glíman útá annað en að nudda saman brjóstum og slá saman karlkynskynfærum? Ekkert, þetta er hommaíþrótt þar sem að markmiðið er að leggja andstæðinginn á bakið og þeir allra verstu nota tækifærið og detta ofan á andstæðinginn. Í hvaða annarri íþrótt er stiginn dans við andstæðinginn í upphafi?
Ég er einn af þeim sem hef mjög gaman af því að sjá tvær konur takast á þar sem ég hef mjög fjörugt ímyndunarafl. Hins vegar þykir mér ekkert gaman að sjá tvær konur glíma. Það er svo svona álíka viðburðarík athöfn eins og að sjá tvær ömmusystur sínar fallast í faðma, ekkert sexý. Ég er hins vegar fylgjandi því að hér á landi verði aftur tekin upp leðjuglíma.

Íþróttir eiga að vera sexý og flestar eru það. Af hverju horfir fólk á íþróttir? Það er spennan, tilþrifin og kynþokkin. Kvennaíþróttir bjóða til að mynda eingöngu upp á það síðastnefnda og það er líka nóg. Ein vinsælasta íþrótt í Noregi og Danmörku er handbolti kvenna enda mjög fallegt kvenfólk í báðum löndum. Eins og allir vita að þá er handbolti bara slagsmál og á hverjum leikdegi streyma þúsundir fólks til þess að sjá konur takast almennilega á. Reyndar vil ég taka fram að mér þykir íslenskar íþróttir almennt ekkert spennandi, tilþrifamiklar eða kynþokkafullar. Þetta á við um allar íþróttir hvort sem um er að ræða knattspyrnu, körfubolta, sund eða frjálsar. Það er nú þannig að með Íslendinga að við höldum að við séum best í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur en í einu skiptin sem við náum einhverjum árangri þá er það algjörlega óvart. Hvað er besti árangur Íslendinga á alþjóðamælikvarða eftir 1990?

Knattspyrna: 3-2 tap á móti Frakklandi. 6-0 tap gegn Dönum í úrslitaleik í riðlakeppni.

Körfuknattleikur: 89-76 sigur á móti Lettlandi í undankeppni B-Heimsmeistaramóts. Eini sigur íslensks körfuknattleiksliðs á erlendri grundu.

Frjálsar íþróttir: Jón Arnar komst ómeiddur í gegnum fimmþraut á héraðsmóti í Umea í Svíðþjóð. Vala Flosadóttir fékk bronsverðlaun á Ól. þegar að stöngin henti henni yfir 5.40 m. Jói sleggja var rétt búinn að drepa Einar Guðmar þegar að hann grýtti sleggjunni inn í miðjan hóp 5. flokks Skallagríms. Þórey Edda komst í djúpu laugina og úrvalið voru þrír frjálsíþróttastrákar í hástökksbuxum.

Sund: Örn Arnarson bætir eigið met í hverjum mánuði enda eini einstaklingurinn á landinu sem ekki hefur haft vit á því að hætta eftir 16 ára aldur, enda styrkur klórs í heilanum orðinn meiri en styrkur heilafrumna (Osmósa).

Skíði: Skíðagöngufólk okkar komst í mark í 30 km göngu á tveimur dögum, 14 klukkutímum, 34 mín. og 23 sek. Leitarflokkar fylgdu þeim síðasta spölinn við mikinn fögnuð beggja áhorfenda sem eftir voru.

Handbolti: B-Heimsmeistarar,,,,reyndar var það 1989.

Eins og flestir sem þekkja mig vita þá hef ég mjög gaman af fótbolta og má segja að ég hafi bæði lifað á og af fótbolta mest alla mína ævi. Hins vegar er það ekki mín uppáhaldsíþrótt. Mín uppáhaldsíþrótt er strandblak kvenna og þar er hægt að sjá spennu, tilþrif og kynþokka í einum og sama pakkanum. Eini gallin við hana er það eru einungis tvær í liði en helst myndi ég vilja hafa stærri völl og 10 í sama liði, fimmföld meiri spenna það.