Eftirminnileg atriði:
Mesta gleðin: Það er tvímælalaust þegar ég varð að manni þ.e. ég var afsveinaður. Ég var frekar seinþroska í kvennamálum og þótti mun skemmtilegra að eltast við bolta en stelpur. Það var í rauninni ekki fyrr en ég áttaði mig á því að stelpur hefðu tvo bolta að áhugi minn fór að beinast að þeim. Hver aldur minn var þegar þessi gleði atburður átti sér stað fylgir ekki sögunni en ég bara man að í þeim leik skoraði ég mitt eftirminnilegasta mark á ævinni. Stúlkan eða mótherji minn í þessum leik var mjög fær og töluvert reynslumeiri enda má segja að hún hafi stjórnað leiknum frá upphafi til enda en ég varðist vel og uppskar eitt mark undir lok leiksins. Eftir þennan leik hélt ég fullur sjálfstraust út á markaðinn og hélt að framundan væri óslitin sigurganga. Í dag, tveimur árum síðar, má segja að ferillinn hafi einkennst af skin og skúrum. Mín trú er samt sem áður að ég sé ekki búinn að toppa á ferlinum enda hef ég verið laus við alvarleg meiðsl og í dag er ég nokkuð hraustur.
Vandræðalegasta augnablikið: Það tengist að sjálfsögðu samskiptum mínum við hitt kynið. Þannig var að fylgdi einni stúlku heim til sín sem ég hafði hitt fyrr um kvöldið. Þegar við vorum komin heim til hennar bauð hún mér gistingu sem ég þáði enda langt fyrir mig að fara til baka og hún ein heima. Ekkert alvarlegt gerðist þessa nótt nema bara knús og kossar enda vissi ég ekki á þessum tíma hvar kynfæri kvenna voru stödd á líkamanum, ef þau væru þá til yfir höfuð. Fyrir mér hafði orðið snípur sömu merkingu og sjávargróður, líkt og þari eða klóþang. Leggöng var eitthvað sem lá í gegnum Bolafjall á austurlandi, ekki mikið minni en Strákagöng.
En aftur að sögunni….Um morgunin vaknaði ég með minn reglulega morgunbóner og alveg skelfilega mál að míga. Stúlkan sagði mér leiðina á klósettið og setti ég stefnuna þangað. Um leið og ég steig fram á hvítu nærbuxunum sem mamma keypti í kaupfélaginu (alltaf svo þrjár saman í pakka) þá blasti fyrir framan mig eldhúsið. Það sem var kannski vandræðalegast var að það var fullt af fólki, jú fjölskyldan auk ömmu og afa var komin heim og var byrjuð að snæða kjötsúpu. Í stað þess að taka sprettinn annað hvort inní herbergið eða inná klósettið stóð ég frosinn andspænis fjölskyldunni. Andlitið fölnaði, fæturnir skulfu og félaginn í nærbuxunum reyndi að skríða í felur, sem gerði það að verkum öll athygli fólksins beindist þangað. Við það varð allt vandræðalega þar sem ég stóð eins og dýraníðingur með hamstur hlaupandi um í nærbuxunum. Þegar ég áttaði mig á að þetta væri ekki draumur gekk ég í taugaáfalli inná klósettið þar sem ég náði mér niður eða allt þar til ég áttaði mig á því að ég átti eftir að fara til baka.
Lélegasta viðreynslan: Það er óhætt að segja að ein dýpsta lægð mín í kvennamálum hafi verið út í Þýskalandi. Það voru liðnir nokkrir mánuðir síðan ég hafði haft náin samskipti við kvenmann og önnur líffæri en heilinn voru farin að stjórna hegðun minni. Þarna var ég í stórum hóp og búin að gefa flest öllum stúlkunum auga án þess að fá nokkur viðbrögð en þá kom ég auga þessa stúlku sem sat ein og hafði lítil samskipti við hin. Mér var bent á að hún talaði enga ensku og þar af leiðandi datt hún út úr þeirri umræðu sem var í gangi. Þarna sá ég mér leik á borði og vippaði mér yfir til hennar. “Wo wohnst du?” spurði ég, hún svaraði því með eins atvkæða orði. Til þess að halda áfram samtalinu kom ég með næstu spurningu “und wie gehst?” Þá horfði hún á mig, ekki ósvipað og hún hafi verið að velta fyrir sér hvort ég væri þroskaheftur. Þegar hún svaraði spurningunni var orðaforðinn minn tæmdur og ljóst að þetta myndi ekki þróast mikið lengra. Ég kunni reyndar ekki alveg við standa upp strax en kannski hefði það ekki skipt máli því að þegar ég ætlaði að kveðja þá var hún farin.
Versta uppvakningin: Hún átti sér stað verslunarmannahelgina á Akureyri 1994. Þá leigðum við 10 strákar saman eina skólastofu. Þetta atvik er mér mjög eftirminnilegt þar sem mig var að dreyma í djúpum fylleríssvefni mjög svo blautan draum þar sem ég var í aðalhlutverki ásamt gullfallegri stúlku. Draumurinn endaði á því að ég lá á hliðinni, hún fyrir aftan mig og ég fann andardrátt hennar leika um eyra mitt. Skyndilega hrökk ég upp þar sem að þessi andardráttur var raunverulegur. Ég leit snögglega við og þar lá Eiður steindauður fyrir aftan mig. Með grenjutón í röddinu öskraði ég á Eið “hvað ertu að gera hér?” og hann svaraði á móti hissa á þessum látum “Hvað ert þú að gera hér?”. Endaði þetta á því að Eiður þurfti að færa sig um set enda kominn vel yfir landhelgina. Eftir þessa reynslu hefur mér verið illa við drauma blauta drauma í ótta við að vakna.