Tuesday, March 18, 2003

Leitin er hafin.
Hvað á það að þýða að reyna draga ungan og óspjallaðan dreng í djúpu laugina? Ég get loksins tjáð mig um þetta núna þar sem að öllum er orðið ljóst að Bifröst er að fara í þennan þátt og ég hef afþakkað þátttöku mína. Af hverju ég? var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég var beðinn. Vissulega er ég ákjósanlegt fórnarlamb þar sem að ástarmál mín undanfarið hafa verið álíka fjörleg og hjá tveimur bjarnardýrum á þessum árstíma þ.e. í dvala. Reyndar á ég það líka til að gera allskyns vitleysu sem mörgum dettur ekki í hug að gera eins og t.d. í heimavistinni í ÍKÍ þegar ég kúkaði í klósett vinar minns á föstudegi og bætti í það laugardegi án þess að sturta niður og til að bæta lyktina þá lokaði ég öllum gluggum og skrúfaði ofnana í botn, en önnur saga.
Er ég sá eini í kringum sem hef ekki áhyggjur af því að ganga ekki út? Margir af mínum vinum hafa verið að reyna koma mér saman við hinar og þessar stúlkur sem margar hverjar eru mjög vel útlítand og mikið í varið. Ég kann samt vel við það enda alltaf gaman að daðra við kvennfólk. En verst af öllum í þessum málum er hún mamma mín enda kannski skiljanlegt þar sem hún hefur gefið upp vonina að losna við mig úr sínum húsum.

Hún talar um það hvern einasta dag hvort að ég sé ekki að slá mér eitthvað upp eða hvort ekki sé einhver álitleg í skólanum. Þessi umræða skítur oft á tíðum upp kollinum þegar hún er að gefa mér að borða eða straua fötin mín. Spurningar hennar um þessi mál er allt í lagi en það sem vekur pirring hjá mér er þegar hún segist vera búin að finna draumatengdadóttirina (hún er búin að finna hana oftar en einu sinni). Vissulega hlusta ég þegar hún byrjar að lýsa þeim,,"hún er svo dugleg og kraftmikil þessi stelpa og mikið í hana varið, svo á hún eigin íbúð". jú það er kannski meira en ég á, bíl (hvíta þruman) og 20" sjónvarp m/fjarstýringu. Hver fellur fyrir svona lýsingu? þetta hljómar eins og Ferguson dráttarvél!!. Stundum vill maður ekkert að aðrir séu að velja fyrir mann.

Síðan er það líka þannig að maður vill helst ekki hafa sömu skoðanir eða smekk og mamma sín. Það segir sig sjálft,,,,,setjið ykkur í spor mín ef að mamma myndi benda mér á stúlku sem væri svo "mikið varið í". Ég myndi bjóða henni út og síðan byrja með henni (stelpunni,,ekki mömmu). Síðan kæmi að því að kynna hana fyrir vinunum og þá yrðum við spurð hvernig við hefðum kynnst. hvað á ég að segja? Mamma valdi hana...Þetta virkar eins og að segja Mamma keypti hana...þegar maður er spurður hvar maður hafi fengið úlpuna sem maður er í.

Málið fyrir því að ég fer ekki í djúpu laugina er að ég vil sjá viðkomandi manneskju sem ég deita áður en farið er, sama hversu vel útlítandi hún er, enda trúi ég ekki ást við fyrstu sýn. Ég er ekki orðinn örvætingafullur að ganga ekki út þrátt fyrir að flestir aðrir í fjölskyldunni séu það. Mikilli pressu var reyndar létt af mér þegar að Maggi bróðir kom með barnabarnið handa gömlu sem þýddi að ég þarf ekkert að hafa áhyggjur að þurfa fjölga mér á næstu árum. Nú get ég áfram verið einn og haldið áfram leitinni að draumastúlkunni og en málið er að stundum rekur maður sig á frægt orðtiltæki "you can´t always get what you want"!! eins og örugglega flestir kannast við.