Friday, March 28, 2003



Það er nú ekki langt síðan að ég urðaði yfir þáttinn Bachelor og það sem kvenfólk léti bjóða sér. Þegar ég kom heim í kvöld brá mér heldur betur í brún þar sem að búið var að snúa hlutverkaleiknum við í kvöld. Ein kona á móti 25 karlmönnum. Það er óhætt að segja að menn leggja mikið á sig fyrir dráttinn ekki síst sé litið til þess að samkeppnin á innanlands makaðnum ætti eitthvað að minnka sökum stríðsins í Írak.

Það sem vakti kannski helst athygli mína var að sú sem varð í öðru sæti í Bachelor þættinum fyrir stuttu var nú komin í aðalhlutverk. Ég verð nú að segja að ég var alls ekki ánægður að sjá hana aftur á skjánum. Það var eitthvað við hana sem fór óskaplega í taugarnar á mér, hvort það var að hún var með minni brjóst eða meiri appelsínuhúð en sú sem vann veit ég ekki. Ég gladdist mikið ásamt áhorfendum Skjá eins að sjá hana grenja úr sér augun fyrir nokkrum vikum síðan, en það er nú einu sinni tilgangur þessara þátta. Þar með vonaðist ég til þess að þurfa ekki að sjá hana aftur. Viti menn birtist ekki kvikindið aftur meðan maður er enn að gleðjast yfir óförum hennar. Hvað eru stjórnendur þessara þátta að hugsa? Það er lámark að líkið fái að kólna áður er náriðillinn tekur til starfa. Að mínu mati átti að velja einhverja aðra eða þá að leyfa henni að kveljast aðeins lengur en ekki slá henni upp sem riddara eftir að hafa tapað.

Undanfarna daga hef ég verið að leita mér að húsnæði til kaupa í Reykjavík. Reyndar þarf ég að finna mér vinnu þar fyrst en ég hef nú trú á að hún komi fyrr en síðar. Ég lít svo að nú sé Borgarnes kafla mínum að ljúka og mál að taka næsta skref fram á við. Þau verða þung sporin þegar heimahagarnir verða yfirgefnir, því að mamma kemur ekki með mér þar sem hún þarf að hugsa um pabba. Framundan bíður mín uppvask, óhreinn þvottur, þrif, matargerð og fl.. Ein lausn á þessu vandamáli væri að fara ná mér í konu. Gott og vel þá væri ég laus við þessi leiðindi en þá myndu einfaldlega bætast við önnur vandmál. Rifrildi, aukin útgjöld, tíðarhringur, samræður, dekur, setja niður klósettsetuna eru tíð vandamál tengd kvenfólki. Stæðsta vandamálið er hins vegar sagnorðið að “kúra”. Ég hreinlega skil ekki tilganginn með því atferli. Hver getur sofið á bakinu með aðra manneskju liggjandi ofan á bringunni á sér? Enginn. Sefur einhver heilbrigður maður með 3-5 kílóa baunaboka í bringunni því að það er svo þægilegt? Fyrir utan það að hárið á stelpunni er alltaf að kítla mann í nefið. Þegar ég heyri minnst á orðið kúra þá fæ ég köfnunartilfinningu eins og einhver standi ofan á bringunni á mér og kítli á mér nefið. Ef að maður vill fá almennilega hvíld þá vill maður fá að vera í friði, það þarf lítið til að spilla friðinum, ein tveggja gramma húsfluga getur eyðilagt góðan svefn, hvað þá heill kvenmaður.

Frábærar fréttir CM4 er kominn á markað og að sjálfsögðu er maður búinn að tryggja sér eintak. Það verður sem sagt lítið gert eftir skil á lokaritgerð annað en að spila CM4 og reyndar í allt sumar. Sumarið verður sem sagt fótbolti, CM4, golf, Þjóðhátíð og kerlingar. Hljómar alls ekki illa, enda farinn að hlakka mikið til sumarsins.

Aðrar fréttir er að lesbísku stúlkurnar í Tatu munu spila í Eurovision og það sem betra er að þær segjast vera fyrir bæði kynin J . Það er alveg ljóst að mitt atkvæði fer til Rússlands og nú er bara að fara setja sig í stellingar. Það eina sem gæti toppað þær væri að Birgitta myndi syngja í nærfötunum einum saman og með henni væri Rúni Júl á g-streng smurður Sveppasósu. Nú er bara að vona að Tatu bregðist ekki aðdáendum sínum og verði með líflega sviðsframkomu. Það myndi óneitanlega gleðja sálina að sjá þær taka einn blautan á sviðinu,,,jú einhversstaðar segir; “lítið gleður aumingjan”