Tuesday, April 08, 2003

Ákvað bara að láta vita að ég er enn á lífi eftir síðustu helgi og þann pistil sem ég skrifaði síðast. Segja má að ég og Saddam eigum það sameiginlegt að láta lítið fyrir okkur fara enda eigum við þá hættu að verða urðaðir verðum við gripnir. Eftir tveggja daga útlegð í Reykjavík til þess að falla inní fjöldan var einfaldlega lang einfaldast að grípa í flöskuna. En á föstudeginum fór ég í mjög veglega vísindaferð í Íslandsbanka og þaðan lá leiðin niðri bæ. Sama var upp á teningnum í laugardeginum þar sem að ég, Kobbi, Einar og Raggi ásamt vinkonum Ciu hittumst. Fínt partý en þegar farið var niðri bæ týndi ég náttúrulega öllum fljótlega þar sem að athygli mín fór af hópnum á einhver skoppandi stór brjóst sem voru að þvælast fyrir mér.

Ein ástæða þess að lítið hefur heyrst frá mér er að ég fékk að láni frábæran síma að nafni Alcatel (hefur ekkert með Alka síma að gera) en gallinn við hann er að það mjög sjaldan kveikt á honum. Hann á það til að kvekja á sér og slökkva í tíma og ótíma. Síðan dettur honum í hug að vekja mig svona einstaka sinnum. Ljóst er að gamli símklefinn verður tekinn opnaður aftur enda sá sími hokinn reynslu frá öllum heimshornum.

Erfiðasti hluti helgarinnar var skírnin hjá Magga bróður á sunnudeginum en þangað mætti ég í mínu besta sunnudags formi. Maggi vitleysingur var nú ekkert að láta mig vita að ég væri skírnarvottur sem þýddi að þurfti að standa allan tímann í kirkjunni fyrir aftan skírnarbarnið. Sem b.t.w. heitir Hákon Marteinn. Reyndar hefur hann aldrei verið svona rólegur í návist minni sem eflaust má rekja til þess að ég andaði hressilega yfir hann hélt á honum rétt fyrir skírnina.

Framundan: Edrú, fótbolti og lokaritgerð.