Friday, April 04, 2003


íslenskur strákur í augum kvenna?

Íslenskt kvenfólk, íslenska sauðkindin og diet kók

Enn og aftur kemur íslenskt kvenfólk mér á óvart. Þeir sem fylgst hafa með fréttum undanfarið hafa eflaust tekið eftir umfjöllunum sem hafa verið um vændi og auglýsingaherðferð flugleiða. Flugleiðir hafa verið að auglýsa erlendis ferðir hingað til lands undir slagorðunum “One night stand” og “fancy a dirty weekend? og í þeirri auglýsingu eru léttklæddar stúlkur að klína á sig kísil í bláa lóninu.

Þessi auglýsing hefur farið mjög fyrir bæði brjóstin á íslensku kvenfólki þar sem að þeim þykir vegið að orðspori sínu. Vissulega eru íslenskar konur engar hórur en léttlyndar eru þær engu að síður. Á Íslandi er sagt að strákar verði að mönnum þegar þeir afsveinast en stelpur verði að konum þegar þær fá sinn fyrsta kynsjúkdóm, sem gerist venjulega 2-3 árum áður en strákarnir afsveinast. Það líka staðreynd að íslenskar stúlkur falla mjög auðveldlega fyrir erlendum strákum sem koma hingað til landsins. Á NASA í fyrra var ég kominn í mjög djarfan dans og góðan augnkontakt við fallega stelpu. Eftir þrjú lög fannst mér við hæfi að brjóta ísinn og ákvað að tala við hana. Það hefði ég betur látið ógert, “ertu Íslendingur?” spurði hún og vonbrigðin leyndu sér ekki, svo var hún farin.

Reyndar skil ég íslenskt kvenfólk mjög vel þar sem að við erum fámenn þjóð og markaðurinn mjög lítill. Ef einhver stelpa sefur hjá fjórum strákum á einu ári þá má segja að hún hafi sofið hjá heilu bæjarfélagi á Vestfjörðum, því fær hún réttilega á sig stimpilinn hóra. Ef strákur sefur hjá 8 stelpum á einum mánuði sem er eins og meðalstór afrísk fjölskylda fær hann stimpilinn tarfur.
Í augum kvenna þá lítum við karlmennirnir álíka spennandi út íslenska sauðkindin, allir eins og frekar einfaldir. Ég er mjög stoltur af íslensku kvenfólki, þar sem að er sjálfstætt, ákveðið og laust við allt bögg. Það sefur hjá í sama tilgangi og karlmenn, RBB, engar tilfinningar, ekkert símanúmer, ekkert vesen. Nútímakonur hafa áttað sig á því að kynlíf er frábær skemmtun en ekki bara atferli til fjölgunar.

Tilgangur minn hins vegar með þessum pistli er að óska íslensku kvenfólki til hamingju með að hafa tekið upp eina elstu atvinnugrein í heimi. Nú eru þær farnar að sameina leik og starf. Einhversstaðar segir að það séu forréttindi að fá að vinna við áhugamálið. Mín skoðun er sú að það sé löngu orðið tímabært að lögleiða vændi hér á landi og þá fyrst getum við farið að bera okkur saman við heimsborgir eins og Amsterdam, New York, Bankok eða París. Það er líka alveg fáranlegt að við séum að leyfa erlendum ferðamönnum að koma hingað til lands til þess að fá það frítt.

Ef að markaðskynning Flugleiða kemur til með að skila fleiri ferðamönnum hingað til lands er það bara gott mál. Ekki skil ég hvað kvenfólk er að kvarta yfir þessum auglýsingum þar sem að hingað munu streyma mörg þúsund einhleypir karlmenn í konuleit. Ég veit ekki um einn einasta karlmann (hommar undanskildir) sem myndi kvarta yfir því að hingað kæmu hundruðir kvenna í leit að “one night stand”. Ég tek nú bara undir með Bubba “….og þá væri gaman að lifa “. Það er nú ekki eins og að íslenskar konur kvarti yfir því þegar að herskip leggjast hér að landi og í miðbæjinn streyma þúsundir dáta í konuleit. Hver einasti Íslendingur hefur heyrt minnst á “Ástandið” í tengslum við seinni heimsstyrjöldina. Íslensku kvenfólki er þetta í blóð borið og því ber að taka. Íslenskar konur eru sko engar helv.. hórur þær eru fagmenn sem kunna til verka.

Reyndar hef ég meiri áhyggjur af íslenskum karlmönnum. Þannig er að ég hef hlustað á Bylgjuna á morgnanna þar sem að farið hefur fram val á diet-kók herramanni dagsins. Þá senda samstarfsstúlkur lýsingu á mesta herramanninum á hverjum vinnustað fyrir sig. Eru íslenskir karlmenn að breytast í konur eða öllu heldur kynlausar verur sem standa fyrir ekki neitt. Hvað varð um íslenska karlmanninn, veiðimanninn sem sá um að afla fjölskyldu sinni lífsviðurværi. Sá um að vernda heimilið. Stjórnaði heimilinu og skipaði öðrum fyrir verkum.
Þessir ræflar sem hafa verið valdir diet kók herramenn dagsins eru ekki veiðimenn. Þeir eru íslenskir skápahommar. Dæmigerð lýsing: Hann opnar alltaf fyrir okkur stelpunum hurðina á morgnanna en þá er hann búinn að hella uppá, hann tekur eftir og hrósar breyttu útliti, nuddar á okkur axlirnar þegar við erum pirraðar, skefur snjóinn af rúðunum á bílunum, kemur með pakka og kökur þegar einhver okkar á afmæli og svo talar hann svo fallega um konuna sína…. Og þetta þykir konum æðislegt. Ef þetta er ekki lýsing á skápahomma, þá eru samstarfsstúlkurnar ekki að fatta að hér er laus á ferðinni vinnustaðapervert.

Vinnustaðapervertinn er sá sem fær allar stelpurnar til þess að hlægja, hrósar þeim og er vinur þeirra allra. Hann er alltaf tilbúinn að hlusta og tekur utan um þær þegar þær eiga erfitt. Hann er sem sagt alltaf til staðar. Það sem þær vita ekki um hann er að í hvert sinn sem hann tala við þær þá afklæðir hann þær í huganum, veltir fyrir sér hvaða skálastærð þær nota og hvernig þær eru kantskornar. Þegar hann kemur heim til sín hefur hann fyllt runkminnið af öllum samstarfsstelpunum og hefst hann þá handa. Í þau fáu skipti sem hann hefur mök við konuna sína þá sækir hann gögn í runkminnið til þess að fá meira fjör í leikinn. Hann mætir alltaf fyrstur í vinnuna til þess að búa til kaffi og undirbúa daginn. Þegar hann fer á klósett þrífur hann sér aldrei um hendurnar heldur fer hann beint til stúlknanna og nuddar á þeim axlirnar og hálsinn. Á meðan nuddinu stendur reynir að bæla hugsa eitthvað ósexý þar sem að allt fer af stað í nærbuxunum hans. Þess vegna eru vinnustaðapervertar alltaf í víðum buxum og engum nærbuxum. Toppurinn á vinnudeginum er þegar allir eru farnir en þá laumar vinnustaða pervertinn sér inn á kvennaklósettið í þeirri von að finna eitthvað örvandi eins og dömubindi, túrtappa eða í versta falli snítipappír.
Þetta er hin hliðin á diet kók herramanninum sem við fáum ekki að sjá en hvaða máli skiptir það þegar allir eru ánægðir?.