Saturday, May 03, 2003

Sjálfstæðisflokkur

Það er nú ekki oft sem eru kosningar enda verður samfélagið aldrei líflegra en í aðdraganda þeirra. Mín skoðun er að það er fólki nauðsynlegt hafa skoðanir á því sem gerist í stjórnmálum þjóðarinnar, burt séð frá því hvaða flokk fólk styður. Persónulega finnst mér skemmtilegra að rökræða pólitík við fólk sem er mér ósammála en hitt, svo lengi sem umræðan er á skynsamlegum nótum. Það sem ég set fram í þessum pistlum mínum lýsa mínum öfgafyllstu skoðunum á fólki og flokkum.
Reyndar vil ég taka það fram að ég hef aldrei kosið neinn af þeim flokkum sem í framboði í dag. Árið 1995 kaus ég Alþýðuflokkinn sáluga sem ég sé mjög eftir. Árið 1999 kaus ég ekki þar sem að enginn flokkur höfðaði til mín og ég nennti ekki að keyra frá Laugarvatni til að kjósa þar sem ég var staddur á kjördag það árið.

Sjálfstæðisflokkurinn er eitthvað sem vekur hjá mér óhug. Eitthvað stórt flykki sem einkennist af persónudýrkun. Reyndar minnir sjálfstæðisflokkurinn mig alltaf á Manchester United. Alex Ferguson stýrir fleyginu eins og Davíð Oddsson og enginn þorir að andmæla honum innan hópsins. Alls sem þeir segja hljómar rétt þrátt fyrir að vera rangt og enginn segir neitt til þess að falla ekki ónáðina hjá foringjanum. Það er betra að vera inni hjá þeim heldur en útí kuldanum. Einnig eru fylgismennirnir líkir þar sem að flestir styðja klúbbana þar sem að þeir eru alltaf efstir og ef maður spyr af hverju styður þú viðkomandi? þá fær maður hið venjubundna og djúp hugsaða svar " þeir eru bestir!!".....Af hverju eru þeir bestir???? ekkert svar..alltof djúp spurning.
Mér þótt það nokkuð fyndið þegar að Sjálfstæðismenn sökuðu Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að draga málefnalega umræðu niður á lágt plan með skítkasti og svokallaðri Hriflu pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ókrýndur konungur allra stjórnmálaflokka hvað varðar pólitískt skítkast og rangra málflutninga í sínum kosningaherferðum undanfarin ár. Ég skal nefna dæmi:

* Fyrir Borgarstjórnarkosningarnar í fyrra þegar að námu burt helmingin af Geldingarnesinu til þess að sýna fram á hvað R-listinn hafði tekið af því. Staðreyndin var að brottnámið var aðeins brot af því sem sýnt var.
*Skoðið miðopnu Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu á föstudag. Þar eru stjórnmálamenn allra flokka að kynna málefni sín og stefnur, nema frambjóðendur sjálfstæðisflokksins sem ata auri á andstæðinga sína.
· *Sjálfstæðismenn hafa sent úr excel skjal þar sem fólki er boðið að reikna út laun sín miðað við skattatillögubreytingar D lista og S lista. Þetta gefur ranga mynd þar sem að ekki er gert ráð fyrir hækkun persónuafsláttar S listans.

Ungir sjálfstæðismenn eða Heimdallur eru ungliða hryðjuverkasamtök. Þarna eru samankomin börn sjálfstæðismanna sem hafa útskrifast úr MR og fara þaðan í lögfræðideild HÍ. Aðrir meðlimir í þessum hópum er fólk sem langar að fara sömu leið en á ekki nægilega ríka foreldra til þess að fjármagna þau sömu leið.
Persónulega er ég ekki fylgjandi valdagræðgi og valdhroka sem mér þykir einkenna forystu Sjálfstæðisflokksins. Það að Davíð “Fuhrer” segir að engu öðru fólki sé treystandi nema stjórn Sjálfstæðisflokksins fyrir málefnum þjóðarinnar er ekkert annað hroki og dónaskapur. Það er eins og hann geri sér ekki grein fyrir því að hér byggðist land fyrir hans tíma og fólk hafði það býsna gott. Það er eins og forsætisráðherra horfi á þjóð sína í tvennu lagi. Hins vegar eru það vinir hans sem eru sjálfstæðismenn og svo annars vegar er það trúvillingarnir sem eru andstæðingar flokksins.
Stjórnarhættir Davíðs minna mann óneitanlega oft á stjórnarhætti sem tíðkast í hörðustu einræðisríkjum. Það er með ólíkindum hvað íslenska þjóðin hefur horft upp á þennan mann komast upp með, meira að segja Adolf Hitler og Josep Stalin fylgjast með í helvíti og dást lærisveini sínum. Það er nefnilega ýmislegt sem þessir menn eiga sameiginlegt.
- Allir höfðu þeir kverkatak á fjölmiðlum í sínum löndum. Þar sem að þeir létu í sér heyra og höfðu í hótunum ef þeim líkaði ekki eitthvað.
- Þeir kölluðu þá sem ekki voru sammála þeim á teppið og húðskömmuðu þá. Orð eins og “bláa höndin” gátu verið saknæm.
- Þegar þeir þurftu að rísa úr öskunni notuðu þeir fjölmiðla til að fá samúð almennings, líkt og Davíð fékk áfallahjálp í Íslandi í dag og Kastljósþætti Ruv eftir að hafa hafnað 300 milljónum frá Jóni Ásgeiri.
- Allir hafa þeir ríkt lengur en 10 ár.
- Allir hafa ásamt Saddam Hussain fengið yfir 99% atkvæða í kosningum.

Kostir Sjálfstæðisflokksins eru vissulega til staðar. Eitt mesta snilldarbragð sem flokkurinn gerði í kosningabráttunni var að loka þá Davíð Oddsson og Hannes Hólmstein saman inní skáp.Hvort þeir komi saman út úr skápnum eftir kosningar eða bara annar þeirra verður að koma í ljós. Að minnsta kosti segja þeir þá enga vitleysu á meðan eins og þeim er von þegar þeir opna munninn.
Innan Sjálfstæðiflokksins er mikið af hæfum stjórnmálamönnum og vel gefnum einstaklingum sem eru því miður alltof foringjahollir og fá þar af leiðandi ekki að njóta sín. Sá ríkisstjórn sem ég var hvað ánægðastur með síðan ég fór að fylgjast með stjórnmálum var Viðeyjarstjórnin sem mynduð var af A og D lista. Því miður hafði hún ekki styrk til að starfa áfram en hún átti mikið inni enda mikið af hæfum stjórnmálamönnum innan beggja flokka þau árin. Ef að ég myndi treysta einhverjum flokki til að standa við mál sín myndi ég treysta Sjálfstæðisflokknum einna best til þess. Ég veit ekki af hverju það er en flokkurinn má eiga það að hann er mjög samstilltur og ekki eins sundurleitur og aðrir flokkar.
Ég verð nú að gefa Davíð líka hrós þrátt fyrir að hafa verið harðorður áðan en þá verð ég að játa að hans á eftir að verða minnst sem eins merkilegasta stjórnmálamanns sögunnar. Enginn annar hefur setið eins lengi sem forsætiráðherra og vissulega hefur hann gert marga góða hluti á sínum valdatíma. Hann er röksamur og ákveðinn stjórnandi og einn klókasti stjórnmálamaður sem starfandi er. Það að hafa setið í 12 ár og vera enn einn vinsælasti stjórnmálamaður landsins segir allt. Mín skoðun er hins vegar að maður eigi að hætta á toppnum, auk þess enginn hefur gott af því að sitja svo lengi í slíku starfi,,,,,,,en málið er hins vegar er einhver til að taka við?..

Kannski maður kjósi veit D-lista ,,,,,veit ekki alveg,,,,Næsta mál er að skoða málefni Vinstri grænna…