Vaknaður af dvala
Ég verð að játa það að ég hef verið óskaplega latur að blogga uppá síðkastið þó svo að aldrei hafi verið minna að gera hjá mér eins og síðustu tvær vikurnar. Það er nú líka þannig að þegar maður kemst í letikast nennir maður ekki að gera einföldustu hluti.
Útskriftin er að baki og allt gekk mjög vel og eiginlega framúr björtustu vonum. Þegar uppi var staðið var ég með þriðju hæðstu einkun útskirftarnema og fékk að launum veglegan blómvönd. Þar sem að ég er ekki mikil veislufrík hélt ég enga veislu heldur leyfði mömmu að skipuleggja eitthvað. Heima var smá veisla þar sem að Alla og Ásgeir komu og hann eldaði frábæran mat og stórtenórinn Smári Vífilsson (Bæjarlistarmaður Akranes) kom og söng þrjú lög hvert öðru betra. Ég verð nú að lofa að fara að halda almennilega veislu einhverntímann enda ættingjarnir búnir að suða lengi í mér enda fjórða útskiftin sem fer fram hjá mér án veislu. Það verður bara haldið þegar lokaútskriftin fer fram, alla vega þar fólk ekki að hafa áhyggjur að verða boðið í giftingaveislu hjá mér á næstunni.
Þá er það fótboltinn sem rúllar þessa daganna. Það hefur gengið svona þokkalega hjá okkur en á morgun er mikilvægur leikur í bikarnum. Það var frekar sárt að tapa gegn gömlu félögunum í Vikingi Ólafsvík á föstudaginn, en við vorum drullulélegir í þeim leik og hef ég enga afsökun fyrir okkar hönd. Það er greinilegt að farið er að síga á seinni hluta ferils míns þar sem ég er farinn að spila í stöðu hægri bakvarðar en einhversstaðar segir að menn færist aftar á völlinn með aldrinum. En ég er alveg sáttur við það svo lengi sem ég er í byrjunarliðinu enda æfði ég nú ekki mikið á undirbúningstímabilinu.
Það fer að styttast í næsta djamm en ég sé fram á að helgin 13-14 júní verði laus til þess að skemmta mér, síðast fór komst ég djammið þegar kosningarnar voru þann 10. maí. Þetta þýðir að ég hef verið edrú margar helgar í röð. Gallinn er hins vegar sá að eftir helgina 13-14 júni munu liðað næstu þrjár helgar þar á eftir verða þurrar sökum fjölda knattspyrnumóta. Þann 21.júní er yngri flokka mót á Blönduósi, 27-9 júní er Búnaðarbankamótið og helginar þar á eftir, sömu helgi og færeysku dagarnir eru haldnir í Ólafsvík er ég að keppa sjálfur tvo leiki á Vestfjörðum gegn Ísafirði og Bolungarvík. Þannig að þessi helgi verður vel nýtt. Aldrei þessu vant er karlinn kominn í alveg hið þokkalegasta form eftir kyrrsetu vetrarins og tvö kíló nú þegar farin og þrjú til viðbótar munu verða farin um næstu mánaðarmót.
Reyndar var ég að fá í hendurnar frábært tilboð ef ég vildi flytja til Kaupmannahafnar en það var að kaupa íbúð systir minnar eða leigja næsta vetur eða lengur. Íbúðin er tveggja og fremur lítil en á frábærum stað í Köben. Aldrei að vita nema maður reynir fyrir sér í Köben enda hefur maður lítið annað að gera eftir að þjálfuninni líkur í lok sumars. Stefnan er reyndar enn sett út í sumar og ég hef fengið tilboð um ferðafélag sem ég þarf að skoða nánar. Reyndar var ég á eina flugu í höfðið um daginn að fara jafnvel á Ólafsvöku í Færeyjum sem er síðustu helgina í júlí og fara þaðan e.t.v. á þjóðhátíð í Eyjum,,,,,,reyndar pakki upp á 100.000 krónur en hvað um það, maður lifir ekki nema einu sinni.