Á krossgötum
Nú er ég loksins búinn að skila lokaritgerð minni sem fjallaði um tækifæri og ógnanir fyrir íslensk fyrirtæki í Póllandi. Í Póllandi kunna einhverjir að spyja sig,,Já af hverju ekki, það er meira að finna þar en hræódýrt kvenfólk var niðurstaða mín. Ég nenni ekki að fjalla meira um það hérna en staðreyndin er sú nú hef ég lokið námi í bili. Ef allt gengur vel má ég titla mig sem íþrótta- viðskiptafræðing. En hvernig er ég staddur eftir allt þetta nám mitt?? Góð spurning.(sú besta hingað til). Fyrir utan það að búa enn heima hjá mömmu og pabba, keyra um á Huyndai Pony 94, eiga eitt tvíbeytt rúm og sjónvarp þá hef ég fattað það að ég er enn í sömu sporum og ég var þegar ég var 16 ára nema þá átti ég einbreytt rúm.
Var ég betur staddur fyrir þremur árum þegar ég var kennari með fast starf og átti WW Jettu og kærustu?? Árið 2000 var allt í röð og reglu. Þá lánaði ég bróður mínum bílinn í eina ökuferð sem endaði með því að Jettan tilheyrði sögunni. Eftir það breyttist líf mitt. Ég er þakklátur fyrir það að bróðir minn slapp heill og skiptir það mestu en samt sem áður varð þetta ákveðinn vendipunktur. Ég missti bílinn, kærustuna og starfið. Í dag er ég einstæður, atvinnulaus íþróttaviðskiptafræðingur í foreldrahúsum í Borgarnesi. Ekki það að Borgarnes sé neitt slæmur staður en gallinn er að ég er sá eini í bænum sem er á aldrinum 20-30 ára á lausu. Hvað gera piparsveinar í Borgarnesi,,,jú þeir fara í Hyrnuna, taka sér spólu, keyra tvo eða þrjá hringi á runtinum og svo heim. Hápunktur piparsveinanna í nesinu er þegar Elva Dögg Melsted snýr lotto kúlunum á laugardögum, en þá koma þeir sér vel fyrir í sófanum og taka fram sleipiefnið. Hvað gera piparjúnkurnar? jú þær eru flestar einstæðar mæður og eru heima hjá sér að gæta barna sinna. Svona er lífið í nesinu.
Nú stend ég á krossgötum.. Hvað á ég að gera?? Ég verð í Borgarnesi að þjálfa í sumar sem er fínt en eftir það veit ég ekki hvað verður. Líklegt er ef að ég fæ eitthvað starf í Reykjavík sem ég vonast eftir en engar líkur eru á, er að ég kaupi mér íbúð í bænum eða þar í kring. Ef ég verð ekki kominn með vinnu í lok júlí er ég að spá í að skella mér til Danmerkur í ágúst og flakka um Evrópu og auglýsi ég hér með eftir ferðafélaga sem er tilbúinn að koma með mér.
Stefnan er sett til Austur-Evrópu þar sem að bjórinn er ódýrari en bland í poka fyrir 100 kall og máltíðin er jafndýr og tíðarhringur kvenna þ.e.a.s. maður getur lifað í 28 daga undir kostnaðarverði dömubinda ( fyrir utan fórnarkostnaðinn sem er pirringur og vesen).
Að lokum verð ég að dást af hugreki ungs manns sem rændi banka í Kópavoginum fyrir fáeinum dögum. Grey strákurinn hafði ekki efni á að kaupa sér hettu yfir höfðið en kom samt til dyranna eins og hann var klæddur. Þegar ég sá myndina í mogganum taldi ég mig þekkja kauða og hringdi strax í lögregluna. Því miður hafði ég rangt fyrir mér þar sem að Stinni hafði víst trygga fjárvistarsönnun þennan dag. Þarna var á ferðinni tvífari hans sem hefur gert út á það síðustu ár að vera Stinni. Hann hefur til að mynda mætt í Partý til Emma og fengið peningalán hjá honum. Þegar þetta komst upp kom Emmi alveg af fjöllum en benti á að honum fannst þetta allt saman mjög gruggugt þar sem að sem að eftirherman talaði bara ensku. Ef vel er að gáð á myndinni hér að ofan má sjá glitta í Emil á bak við.