Thursday, July 10, 2003

Fyrir tæpu ári síðan sagði ég að ég hefði farið á mína síðustu þjóðhátíð. Nú þegar um það bil þrjár vikur eru í verð ég að viðurkenna að ég geti ekki staðið við orð mín. Hugurinn er kominn hálfa leið til eyja þar sem að mín fimmta þjóðhátíð verður tekin með trompi. Það er alveg staðreynd að það jafnast ekkert á við þjóðhátíð í eyjum. Reyndar er spurning hvort að það komi ekki niður á fjarhagnum ef að maður ætlar sér líka að fara út í haust en það verður bara að hafa það, fuck it!! maður á eftir að vinna og streða alla sína ævi og þar af leiðandi um að gera að njóta lífsins.

Um helgina ætla Stuðmenn að vera í skálanum og á ég ekki von á því að fara. 2500 krónur inn!!. Hvað er málið? Eru ekki takmörk fyrir því hvað hægt er að bjóða fólki?. Ég myndi kannski borga 2500 krónur fyrir um 20 árum síðan þegar þessi hljómsveit á toppnum en ekki í dag. Þess í stað ætla ég að skella mér í útilegu með starfsfólki ÍTR á snæfellsnesið þar sem verður djammað föstudag og laugardag. www.arnarstapi2003.blogspot.com Þetta kostar mig 3000 krónur og margt meira innifalið en í þriggja tíma prógrammi Stuðmanna. Reyndar þarf ég að kanna tjaldið mitt en ég veit ekki hvað er mikið eftir af því eftir síðustu þjóðhátíð en annars sefur maður bara þar sem maður hallar höfðinu.