Friday, June 13, 2003

Það liggur nú við að ég geti bara gert copy/paste frá síðasta pistli þar sem ekkert merkilegt hefur gerst í mínu fjölbreytta lífi hér í Borgarnesi. Þessa stundina er ég niðrá KPMG þar sem að pabbi þurfti að skreppa frá. Hingað kemur ekki hræða þar sem að Jói á Smiðjuhóli er hjá tannlækni fyrir sunnan og Pálmi á Hálsum er að innsigla kaup á skemmtistöðunum Nasa og Broadway þessa stundina. Mitt helsta hlutverk hérna í fjarveru föður míns er að gæta þess að ekki fljúgi fugl inn um skrifstofugluggann.

Ég er farinn að sjá fram á að geta djammað þann 16. júní en ég hef verið edrú síðan á kosningum geri aðrir betur. Næsta djamm eftir þann 16. verður reyndar ekki fyrr en um miðjan júlí þar sem að mikið hápunktur knattpyrnuleiktíðarinnar er frá miðjum júní fram í miðjan júlí. Ástæðan fyrir djamminu þann 16. er að Stebbi Magg vinur minn úr íþróttakennaraskólanum ætlar að halda major partý og grillveislu í Kópavoginum og ætla ég ekki að missa af því. Reyndar er leikur þarna um kvöldið útá Akranesi en ljóst er að um leið og flautað verður til leiksloka verður tekinn sprettur í sturtu og svo beint í bæjinn. Sannur íþróttaandi. Þetta er er nú svolítið nýtt fyrir mér en í vetur var ástandið þannig að maður þurfti ástæður til þess að vera edrú um helgar, nú er ástandið þannig að það eru ástæður fyrir því að maður detti í það. Greinilegt er að sumir eru farnir að eldast, jafnvel þroskast. Reyndar erum við Stebbi að plana útlegu sem farin verður í júlí eða ágúst ekki er ljóst hvert verður farið en líklegt er að Flúðir verði fyrir valinu. Hins vegar er öruggt að ég, Jakob, Raggi og Halli erum á leið í Landmannalaugar einhverja helgina í júlí eða ágúst til þess að heimsækja Einar Guðmar, skálavörð. Telja má Einar einn reyndasta vörð sem Íslendingar eiga, hann hefur gegnt starfi tollvarðar, næturvarðar í stjórnarráðinu og nú skálavarðar í landmannalaugum. Áhugamál hans eru að hlaða vörður og má sjá verk hans víðsvegar af þjóðveginum. Rétta staða hans á knattpyrnuvellinum var e.t.v. eftir allt saman vinstri bakvörður. Fyrirmynd hans er Mörður Árnason.