Tuesday, August 19, 2003

Drakk frá mér allt vit í eyjum þess vegna hef ég ekkert skrifað undanfarið. Lá í þynnku viku á eftir og þjáist af óminni og kvenmannskorti. Vonandi verður ekki löng bið þar til að penninn fer aftur á loft en hendur mínar eru örmagna eftir langvarandi piparsveinalíf. Minningar þjóðhátíðar birtast mér á næturnar í ljósbrotum og smátt og smátt rifjast hátíðin upp. Fyrir rest mun það standa upp úr að það var ógeðslega gaman. Geri lítið þessa daganna nema að lesa minningargreinar og klippa á mér táneglurnar þar sem að gríðargóður naglavöxtur hefur verið í sumar. Mikill hiti hefur gert það að verkum að vöxturinn hefur verið með mesta móti. Sama verður ekki sagt um líkamsvöxt eða hárvöxt sem hefur hins vegar verið með minnsta móti. Reyndar hefur hárvöxtur á baki verið viðunandi. Í öngum mínum síðustu daga hef ég haldið mig mikið heima við, daðrað við gesti og gangandi, gengið illa um og ræktað húsflugur í glugganum mínum. Sem reynar núna er svona flugnakirkjugarður og leikvöllur. Ekki veit ég hvað er að gerast í höfði mínu en í líkama minn hefur ekki komið áfengisdropi í um tvær vikur rúmar eða frá hátíðinni stóru. Ekki veit ég hvaða áhrif þetta hefur á mig en í morgun tók ég eftir stórri kúlu sem kom út úr ristlinum má mér. Ábyggilega harðlífi eða jafnvel föðurlífi þar á ferð enda sjálfsagð ónotað. Líkaminn losar sig við óþarfa líffæri t.d. botnlanga.