Thursday, July 31, 2003

Stuð framundan

Þá er allt að verða klárt fyrir helgina. Fer til Eyja á laugardaginn en hugurinn var kominn þangað fyrir um viku síðan og hefur skemmt sér vel hingað til. Markmið ferðarinnar er eins og fyrir tveimur árum þegar Skallagrímsliðið fór þangað að "demmta sér með Valda" eins og Himmi Hákonar myndi túlka það. Vænta má ferðasögunnar eftir helgi.

Nú er loksins eitthvað að fara gerast í atvinnumálum mínum, en ég hafnaði íþróttakennarastöðu í Korpuskóla sem mér var boðin. Fyrir liggur að sækja um starf hjá ÍSÍ og hjá fyrirtæki sem nefnist Skjal. Ef hvort tveggja bregst er stefnan sett með Einar G og Kobba til Danmerkur og Ungverjalands í byrjun september. Ekki liggur nein ferðaáætlun fyrir en margir áhugaverðir og spennandi staðir liggja þarna á milli sem vert er að skoða. Má þar nefna Istegade í Köben, Herbertstasse í St. Pauli og Rauða hverfið í Amsterdam. Hægt er að gera sér glaðan dag fyrir einungis 50 Evrur.

Ég vil óska öllum góða verslunarmannahelgar og vona að allir skemmti sér vel. Ég ætla vera stilltur þessa helgi af einni ástæðu sem ég ætla ekki að gefa upp hér.