Tuesday, September 02, 2003

Langt ferðalag framundan

Eins og ég var búinn að koma að þá er ég á leið erlendis ásamt Jakobi og Emma. Farið verður laugardaginn 6. september kl 7:30 frá Keflavík. Áætlunin liggur gróflega fyrir og er eftirfarandi: Danmörk-Grikkland-Búlgaría-Serbía-Ungverjaland-Sviss-England og loks Ísland þann 23. september. Markmiðið er að reyna skrifa einhverja ferðasögu inn á bloggið meðan við erum á ferðalaginu en satt best að segja veit ég ekki hvernig aðgangur að Netinu er í þessum löndum.

Mikill spenningur er í hópnum fyrir ferðina og er búið að gera gróflega verðkönnum í þessum löndum á helstu nauðsynjavörum. Bjórinn þykir mjög ódýr í öllum löndum nema þá Sviss og Englandi. Annað skiptir litlu máli. Hægt er að fá ódýr skotvopn í Serbíu en þar sem að ekki er hægt að fara með þau milli landa ætlum við að láta það ógert, auk þess sem einn af okkur er þegar á sakaskrá á Shengen-svæðinu fyrir að reyna smygla vopni inn til landsins.