Friday, September 05, 2003

Nokkrir klukkutímar til stefnu

Það er ekki laust við að smá fiðringur er kominn magann en eftir tæplega sólarhring verð ég staddur á Strikinu í Danmörku. Nokkuð öruggt er að landsleikurinn verði sýndur á ölkrám þar, þannig að maður þarf ekki að óttast að missa af leiknum. Ekki það að ég haldi að Íslendingar eigi nokkurn möguleika en þá er þetta leikur sem maður vill ekki missa af. Öfugt við Þjóðverja þá trekkjast Íslendingar alltaf upp við smá pressu þrátt fyrir að vera álitnir "underdogs" í flestum tilvikum. Hvað gerðist í leiknum gegn Dönum? 6-0 í leiknum gegn N-Írum?3-0 og í leiknum gegn Frökkum 3-2 sem reyndar var frábær framistaða af hálfu Íslendinga. Það verður fróðlegt að sjá íslenska álið taka á þýska stálinu. Mín spá 0-2. Síðara markið kemur frekar seint.

Fyrsta áfallið
Segja má að fyrsta áfallið í ferðinni hafi dunið á nú í vikunni þegar ég ætlaði að fara til Hauks Rakara. Þegar ég hugðist ganga inn í stólinn á miðvikudaginn var allt lokað og lítill miði á hurðinni. LOKAÐ VEGNA VEIKINDA!!. Þegar ég gerði aðra tilraun á fimmtudag var hengu sömu skilaboð á hurðinni. Þetta þýðir að ég verð að fara ósnyrtur til útlanda. Þetta er mikið áfall þar sem að enginn, enginn nema Haukur fær að snerta minn haus. Reyndar veit ég það að Haukur hefði komið og klippt mig hefði ég hringt í hann en ég vil frekar hafa Haukinn full frískann þegar ég kem heim úr fríinu. Það er betra að hann nái sér að fullu heldur en að pestin sitji í honum. Það eru margir lubbarnir sem bíða hans þegar hann mætir aftur til vinnu. Nú er bara að fara á www.thehawk.com eða www.haukur.is og panta sér klippingu þann 24.sept.