Friday, October 24, 2003


Skagfirska sveiflan í mynd.

Nú er komið að því að fólk í Borgarnesi skríður út úr kofum sínum til þess að berja ótvíræðan konung Skagafjarðar augum. Þetta er einn af þessum viðburðum sem vekur mannlífið í Borgarnesi og fólk kynnir menningu á einhvern hátt. Geirmundur hefur fyrir löngu sungið sig inn í hjörtu landsmanna með reffilegum sveiflum á skagfirska vísu og angurværum elskulögum. Ódauðlegir og ógleymanlegir slagarar hafa komið frá honum undanfarna áratugi, lög eins og......man ekki alveg þessa stundina eru hverju mannsbarni kunnugt.

Það er engin spurning að ég ætla að skella mér á morgun enda veit ég að það er fullt af fólki sem ætlar að fjölmenna. Ég er til að mynda að fá 6-8 stráka sem voru með mér í Íþróttakennaraskólanum í heimsókn og er alveg inní myndinni að skella sér á ball.

Nokkrar staðreyndir um Geirmund:
* Hann var ellefu ára gamall þegar hann byrjaði að læra á harmonikku og byrjaði að spila á hana á dansleikjum fjórtán ára. Hann afsveinaðist eftir strax eftir fyrsta dansleik.
* Árið 1971 leit fyrst dagsins ljós hljómsveit með hans nafni. Það var áður en hann tók upp listamannanafnið Geirmundur Valtýrsson. Upphaflega heitir Húmi Ismael Viðarsson, skammstafað HIV.
* Geirmundur stjórnar fjármálum Kaupfélags Skagfirðinga, sinnir búfé og skemmtir á böllum vítt og breitt um landið nær hverja helgi. Maður sem sinni málefnum kaupfélagsins getur ekki í neinu rugli sem fylgir skemmtanaiðnaðinum. Geirmundur hefur verið talsmaður betra útlíts og hefur sett á markað lyftingatæki undir sínu nafni.

Geirmundur með Biceps pressuna.

Borgnesingar hafa tekið Geirmund í dyrlingatölu fyrir löngu síðan. Mikil ólæti hafa oft komið upp á böllum þar sem að fólk neitar hreinlega að hætta dansa þegar böllin eru búin. Drukknir Borgnesingar sem fara skemmta sér einu sinni á ári fá mikla útrás þegar þeir koma innan um annað fólk undir áhrifum áfengis. Innbyggð spenna og streita losnar úr læðingi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ófáar flöskurnar hafa flogið framhjá höfði Geirmundar á böllum sem ávallt stendur vaxt sína til enda, ólíkt Robbie Williams sem strunsar heim í ofsakasti.

Dyraverðir hótelsins í Borgarnesi áttu í nógu að snúast síðast þegar
Geirmundur spilaði þar.

Lalli Lögga lúskrar hér á einum aðdáanda sem var orðinn svartur af ölvun.