Queer eye for the Straight Guy
Ég varð vitni af þessum þætti í vikunni og það má segja að hann hafi breytt lífi mínu,,,eða öllu heldur deginum. Þetta er alveg meiriháttar lúmskur þáttur sem fjallar um fimm snaröfuga karlmenn sem ráðast inná heimili gagnkynhneigðra manna og gjörbreyta öllu. Þeir taka einstaklinginn í gegn og breyta honumn útlitslega, taka heimilið hans og snúa því við og svo framleiðis. Eftir að ég horfði á þáttinn varð ég gagntekinn, ekki af karlmönnum þá. ég ákvað að gera byltingu. Ég setti mig í hlutverk tískulöggunar og réðist inní herbergi þar sem ég snéri öllu við, sópaði gólfið og dustaði aðeins rikið af hillunum. Allt er nú gjörbreytt, ég get núna opnað fataskápinn og jafnvel lesið við ljós. Ekki nóg með það heldur tók ég sjálfan mig í gegn líka, rakaði öll bakhár af líkamanum, sleit nefhárin og bar á mig dagkrem. Í dag fór ég svo í klippingu hjá Kötu. Þetta er í fyrsta skipti í tæp 10 ár sem ég fer ekki til Hauks en eins og flestir vita hefur hann látið af störfum eftir tæp 50 ár við rakarastólinn. Kata gerði góða hluti og alveg öruggt ég fer aftur til hennar.
En aftur að tískulöggunni. Næsta skref er að taka herbergið hans Magga í gegn en eins og flestir vita er hann fluttur að heiman og herbergið stendur autt. Hef ég mikið verið að spá í að setja upp hænsnarækt í herberginu hans en ég var að lesa áhugaverða grein í mogganum um hagkvæmni hænsnaræktar. Ekki þyrfti ég að hafa fyrir því að vera þrífa herbergið enda fullt af skít fyrir. Önnur hugmynd er að mála herbergið rautt og setja upp Liverpool minjasafn. Þar væri hagt að koma saman og horfa á Liverpool leiki með léttri Carlsberg stemmningu. Síðasta hugmyndin er hreinlega að kveikja í herberginu enda engum til gagns.
Ekki hef ég enn komist í að setja inn myndirnar mínar frá ferðinni til Austur-Evrópu þar sem að ADSL tengingin er ekki enn komin gagnið. Veit ekki hvað er í gangi en vonandi verður það komið í lag í vikunni.