Helgarfrí
Loksins loksins kom að því að helgarfríið skall á. Ég hef haft 5 daga til að skipuleggja þessa helgi og er nokkuð ljóst að framundan er skemmtileg helgi. Stórviðburður helgarinnar er að sjálfsögðu leikur Íslands og Þýskalands. Spái ég 2-0 sigri Þjóðverja enda leika þeir aldrei betur en undir pressu. Búið er að plana að hittast heima hjá Emma kl 15 og væntanlega opnaður fyrsti ölinn um leið og flautan gellur á. Hvernig sem úrslit leiksins verða verður farið í bæjinn um kvöldið þar sem stemmningin verður örugglega fín, ekki síst ef úrslit leiksins verða hagstæð. Ég hefði ekki haft neitt á móti því að vera í Luneburg núna, þar sem ég var fyrir einu ári síðan. Þá hefði einungis tekið 30 mín að skella sér á völlinn í Hamburg. Það hefði líka verið gaman í klefanum hjá liðinu sem ég var að æfa með þar sem að ófá skotin hefðu verið látin flakka fyrir leikin.