Saturday, November 01, 2003

Óhætt er að segja að Geirmundur hafi staðið undir væntingum áfengi, kvenfólk og slagsmál réðu ríkjum. Pistill minn um Geirmund og dansleiki hans í Borgarnesi voru nákvæm lýsing á því sem síðar átti eftir að gerast.

Það er nú ekki það sem hefur verið efst í huga mér. Síðustu daga hef ég verið að velta fyrir mér íslenskum körfubolta þar sem að gerð var reglubreyting og ekkert takmark var sett á félög varðandi innflutning útlendinga. Vissulega voru sett mörk sem tilsettu launaþaki, en það þarf engan heilvita mann til að sjá það að meira er einfaldlega borgað "svart" en verið hefur.
Er þessi reglubreyting til góðs fyrir íslensk félög eða ekki?
Mín skoðun er að þetta skaðar bæði íslenskan körfubolta og íslenska landsliðið. Íslensku strákarnir fá minna að spila og taka minni ábyrgð.

Tökum dæmi nýliðar Þórs Þorlákshafnar léku gegn Ísfirðingum á föstudag. Liðið tók 108 skot í leiknum og áttu útlendingarnir um 75% skotanna. Liðið tók 49 fráköst í leiknum og tóku útlendingarnir 42 af þeim eða um 86%.
Hjá Ísfirðingum skoruðu útlendingarnir tveir um 65% stiganna og samtals tóku þessir tveir menn 60% skota eða 66 skot af 110.

Annað dæmi má nefna af leik ÍR og Hamars en þá tóku útlendingarnir tveir í liði Hamars 45% skota liðsins og 61% frákasta þess. Í liði ÍR-inga tóku útlendingarnir tveir rétt tæp 50% skota liðsins og hirtu rúmlega helming frákasta þess.

Til gamans ákvað ég að líta á sömu viðureign þessara liða í fyrra og bera saman sömu hluti. Þá lék bara einn útlendingur með hvoru liði. Þá tók útlendingur Hamars um 25% skota liðsins og tók tæplega um þriðjung frákasta þess. Hann átti aðeins um 6% stoðsendinga liðsins. Útlendingurinn hjá ÍR tók 23% skota liðsins, tók 17% frákasta þess og átti tvær stoðsendingar af fjórtán.

Skot útlendinga fráköst útlendinga
Hamar ÍR Hamar ÍR
2003 45% 50% 61% 50%

2002 25% 23% 23% 17%

Það sem er e.f.v. mest sláandi er að áhorfendafjöldi í fyrra var meiri en núna í ef marka má heimildir Morgunblaðsins. Þetta hlýtur að var mjög sláandi niðurstaða.
Hvert er hlutverk íslenskra körfuboltamanna? Að vera hækjur og hjálpargögn erlendra leikmanna sem skilja lítið eftir sig nema stórskuldir fyrir íslensk körfuboltafélög. Alla vega virðist sem svo að áhorfendum fjölgi ekki. Ég man þegar um 500 manns fylltu íþróttahúsið í Borgarnesi á hverjum heimaleik. Í dag virðist áhorfendafjöldi ekki fara yfir 200 manns neinstaðar á landinu. Fyrirkomulag Íslandsmótsins gerir það að verkum að fólk nennir ekki á völlinn fyrr en kemur í úrslitakeppnina og persónulega nenni ég ekki að horfa á körfubolta nema ég þekki þá stráka sem eru að spila. Persónulega hef ég mun meira gaman að því að horfa á vini mína spila heldur en einhvern haug af erlendum leikmönnum sem ég man ekki nafnið á eftir leiktíðina.
Því miður held ég að körfuboltinn sé fallinn í sömu gryfju og fótboltinn og handboltinn. Þar sem að menn ætla að kaupa sér árangur. Aumingja Snæfellingarnir geta ekkert í körfubolta þess vegna brugðu þeir á það ráð að kaupa heilt lið og eru nú með 8 aðkomumenn í liðinu þar af 6 á launum. Gáfulegt?? Væri ekki skynsamlegra að leggja aðeins meiri pening í yngri flokkana og reyna að byggja upp efnilega einstaklinga?.