Tuesday, November 25, 2003

Bandaríkin og dauðarefsingar

Jæja! Þá eru þeir byrjaðir aftur blessaðir Bandaríkjamennirnir. Í gær ákvað kviðdómur í Virginíufylki að mælast til þess að John Allen Mohammad skyldi dæmdur til dauða. John þessi myrti, ásamt félaga sínum, 10 manns úr launsátri í Wahington og nágrenni í fyrra. Þá er ljóst að dánartalan (body count) í kringum þennan atburð er orðin 11. Hún gæti farið upp í 12 ef félagi hans og fyrrum stjúpsonur, hinn 18 ára Lee Boyd Malvo, yrði einnig dæmdur til dauða. Nei, þetta er ekki prentvilla. Hann var 17 ára þegar morðin voru framin og bíður hann úrskurðs. Lög í Virginíu leyfa dauðarefsingar á börnum allt niður í 16 ára, en Virginía ......meira