Friday, November 07, 2003

RUV

Ég get varla setið á mér lengur þar sem ég hreinlega skil ekki tilgang þessarar stofnunar. Það er hreint með ólíkindum að enn skuli ríkið vera reka fjölmiðlastofnun á markaði sem ríkja á frjáls samkeppni. Það að vera neyddur til þess að borga þúsundir króna á hverjum mánuði fyrir eitthvað sem maður hefur engin not fyrir er hrein og bein skattlagning. Einkavæða RUV strax eru skýr fyrirmæli sem fólk vill, nema þá helst vinstri grænir, sem eflaust myndu vilja ríkisvæða alla verslun fengju þau að ráða.

Þetta væri nú í lagi ef að RUV myndi bjóða upp á dagskrá sem horfandi væri á. Stöð 2 hafa gert góða hluti þar sem þeim hefur tekist að "Kópera" erlenda sjónvarpsþætti yfir í sína dagskrá. Þættir eins og Idol, morgunsjónvarpið, Viltu vinna milljón eiga sér erlendar fyrirmyndir og hefur Stöð 2 stigið skref inní framtíðina.
Hvað hefur sjónvarpið gert? Ósköp lítið eða jafnvel ekki neitt. Samadagskráin Copy/paste fyrir næsta sjónvarpsár. Spaugstofan verður á laugardögum, en stjarna þeirra féll á seinni hluta síðustu aldar. Gísli Marteinn verður á sínum stað þar sem hann flissar og dásamar sama fólkið í 40 mín. Mín kenning er að þarna er kominn Vala Matt í karlmannslíki. Spáið í hörmun ef þessi tvö myndu koma saman með einhvern þátt. Ég varð vitni af kastljósinu og aðra eins hörmung hef ég ekki upplifað. Ég hélt að spyrjendurnir væru hreinlega að deyja úr leiðindum og viðmælendurnir voru ýmist útlendingar að reyna að tala íslensku eða kisur. Ekki veit ég hvort þátturinn "Maður er nefndur" verði á boðstólum í vetur en hann er um margt fróðlegur þar sem að gamalt og reynslumikið fólk miðlar visku sinni og reynslu til almúgans, svona rétt áður en það missir minnið.

RUV er gott dæmi um fyrirtæki sem þarf að ganga í gegnum breytingar. Það ríkir algjör stöðnun og nýjungar eru engar. Einhversstaðar segir "ÓTTASTU EKKI BREYTINGAR, ÓTTASTU ÞAÐ EITT AÐ STANDA 'I STAÐ" . Ef þetta er ekki RUV í hnotskurn þá skral ég Markús Örn heita. Þrátt fyrir hálfgerða einokun á markaði eða öllu heldur forskot sem RUV hefur umfram önnur fjölmiðlatæki hefur þeim ekki tekist að nýta sér það. Það hefur verið rekið með milljóna tapi ár eftir ár. Yfirbygging fyrirtækisins er gríðarleg og margt starfsfólk sem kemur þar af. Mér væri nokkuð sama um það ef hér væri ekki um að ræða peninga skattgreiðenda sem fara í að reyna reka þetta risa draugaskip sem er ekki neinum til gangs nema aldurshópnum 67 ára og eldri. Það er alveg kominn tími til að einkavæða RUV og fá almenna samkeppni og nútímasjónvarp á markaðinn.