Hetja eða skúrkur
Maður vikunnar er enginn annar en Davíð Oddsson einræðisherra. Hrós fær hann fyrir að gagnrýna vænlega kaupaauka stjórnenda Búnaðarbankans. Hvað vakir eiginlega fyrir mönnum að veita mönnum 700 milljónir í bónusgreiðslur og við erum varla að tala um bónus þar sem að afkoma fyrirtækisins eða afköst stjórnendanna skipta engu. Þetta voru bara síðbúnar launagreiðslur. Hér á landi búum við með hæstu vaxtagreiðslur, hæstu þjónustugjöld, minnstu innlánsvexti í heiminum. Á markaðnum ríkir lítil sem engin samkeppni og allir una sáttir við sitt, nema viðskiptavinurinn. Sjáum við einhversstaðar tilboð til viðskiptavina, hvar eru bestu vextirnir, hvar eru bestu lánamöguleikarnir. Hvert einasta ár nemur hagnaður bankanna hundruðum milljóna, hverjir njóta góðs af því? vissulega hluthafarnir, en alls ekki viðskiptavinirnir.
Ég er þó ekki að segja að stjórnendur eigi ekki að vera á góðum launum en 700 milljónir eru úr takt við allan raunveruleika. Stjórnendur risafyrirtækja í Bandaríkjunum, Japan eða Þýskalands myndu prísa sig sæla með slíkar upphæðir. Vissulega er samkeppnisumhverfi bankans erlendis og bankinn miðar sig við það umhverfi í starfsemi sinni en á meðan að Íslendingar borga hæstu bankagjöld í heimi að þá er hæpið að þeir láti bjóða sér svona.
Reyndar verð ég að gagnrýna Davíð fyrir að hafa brugðist við eins og hann gerði sem æðsti ræðisherra. Kom ekki innihald Borgarnesræðu Ingibjargar berlega fram núna. Alltaf þegar Davíð verður reiður missir hann stjórn á sér og sama hvað hann segir er allt heilagt og rétt í huga sjálfstæðismanna. Hann verður að átta sig á því að hann hefur skapað þetta starfsumhverfi sem svona vinnubrögð þrífast. Þetta er hluti af frjálsræðinu. Þó að honum líki það ekki má hann ekki ráðast á eitt fyrirtæki eða starfsmenn þess. Nú verður meistarinn að horfast í augu við sköpunarverk sitt líkt og brjálaði vísindamaðurinn er skapaði Frankenstain. Það má vissulega deila um hvort að verð hlutabréfa féllu vegna aðgerða stjórnendanna eða ummæla Davíðs en þau orð voru að minnsta kosti ekki til að hjálpa til. Ég efast um hluthafar Búnaðarbankans séu jafnánægðir með Davíð og hann sjálfur. Davíð hefði kannski átt að hugsa sig um áður en hann rauk í Búnaðarbankann og tók út fermingarpeningana sína. Ekki nóg með það heldur hvatti hann aðra viðskiptavini að gera það sama. Ég get ekki ímyndað mér hvað myndi gerast ef að Tony Blair eða George Bush myndu láta annað eins út úr sér. Það myndi ekki koma mér á óvart ef að einhver brjálaður einræðisherra í Bólivíu eða Kongó myndi láta svona út úr sér en ekki í vestrænu samfélagi. Svona ummæli æðsta manns þjóðarinnar gæti sett heila bankastofnun á hausinn, en sem betur fer veit fólk betur í þessu landi. Það tekur ekki mark á Davíð þegar hann er reiður. Það er í lagi að fólk segi þetta en það er ekki sama hver það er. Þessi orð hefðu frekar átt að koma frá verkalýðsleiðtogum eða öðrum hagsmunasamtökum.
Ég verð samt að segja fyrir mitt leiti ef að ég ætti í viðskiptum við fyrirtæki sem myndi ofbjóða mér að þá myndi ég fara annað. Því miður er það bara þannig að enginn bankastofnun býður betur. Það skiptir ekki máli við hvaða bankastofnun þú ert í viðskiptum við. Sama með olíufélögin, mér ofbýður hækkun ESSO þegar ég rýk í fússi niður á Shell að þá er krónuverðið orðið það sama. Hvað með tryggingar? sama málið. Er samkeppni á leigubílstjóramarkaði?,hvað með neytendur þar? er ódýrara fargjald hjá einhverri leigubílastöð? nei allt það sama. Hvað með rútuferðir, er samkeppni? neibb sérleyfi. Því miður er íslenskt viðskiptalíf orðið gegnum sýrt af fákeppni þar sem að fáir, sterkir aðilar ráða markaðnum.