Thursday, December 18, 2003

Vísað úr Herra Ísland

Haraldur fagri var að vonum ósáttur við ákvörðun dómnefndar.

Haraldi fagra frá Fagranesi var neituð þátttaka í keppninni Herra Ísland sem fram fór á dögunum. Ástæðuna má rekja til þess að viðtal við hann birtist í tímaritinu Ljótt fólk en keppendur máttu ekki koma fram fram á opinberum vettvangi fyrir keppnina. Í viðtalinu tjáði Haraldur sig opinskátt um vímuefnaneyslu og heimilisofbeldi sem hann hefur mátt þola af ömmusystur sinni. Ekki vildi betur til en svo að dómnefndin gleymdi að tilkynna Haraldi að honum hefði verið vísað úr keppni og uppgvötaðist það ekki fyrr en að Haraldur var kominn fram á sundskýlunni. Þegar Haraldur var í þann mund að koma fram í Korsílettu var hann stoppaður af og honum sagt að hann þyrfti ekki að sýna meir. Haraldur íhugar að kæra úrskurðinn enda átti hann dyggan stuðningshóp heima í Fagranesi.