Heilsuræktaræði
Það er með ólíkindum hvað Íslendingar eru duglegir að reyna koma hvor öðrum í gröfina vegna græðgi sem endar oftar en ekki með því að þeir drepast sjálfir. Nýjasta dæmið er í heilsuræktarbransanum með tilkomu Laugarinnar (World Class). Þarna er komið glæsilegt hús sem getur rúmað um 20.000 þúsund iðkendur. Í dag eru skráðir iðkendur 4500. Til þess að reksturinn geti staðið undir sér þurfa reglubundnir iðkendur að vera 7500.
Hérna skapast gríðargott tækifæri fyrir stóra aðila t.d. Baug að yfirtaka þennan markað. Á næstu mánuðum sjáum við að litlu heilsuræktarstöðvarnar munu hver af annari fara á hausinn þar sem þær einfaldlega geta ekki keppt við stóru stöðvarnar þ.e. World Class, Hreyfingu og Sporthúsið. Þessar stöðvar gætu stóru aðilarnir keypt upp fyrir lítinn pening. Sökum stærðar sinnar og fjárhagslegra yfirburða geta þeir gert breytingar á þeim og boðið uppá það sama og hinir stóru aðilarnir en bara með mun lægra verði. Þetta yrði þeim þó mun hagstæðara þar sem að hinir gætu einfaldlega ekki keppt verði þar sem að yfirbyggingar og rekstrarkostnaður eru mun meiri. Með tímanum gætu t.d Baugsmenn hafa þeir áhuga á yfirtekið þennan markað þegar að samkeppnisaðilarnir geta einfaldlega ekki meir. Þetta er ekki ósvipað concept og þegar þeir komu með fréttablaðið á markað, drápu DV og keyptu það síðan.
Vissulega er nýja World Class glæsilegt mannvirki og ljóst að samkeppnin á markaðnum eigi eftir að aukast þó að eigendur stöðvanna vildu ekki viðurkenna það. Markhópurinn í Rvk og höfuðborgarsvæðinu sem stundar heilsurækt er um 40.000. það má því ljóst vera að allt þarf að ganga upp til þess að þær eigi allar eftir að dafna. Nýjungar munu líta dagsins ljós sem hugsanlega verður vel nýtt hér á landi en það er Spa af erlendri fyrir mynd þar sem hægt er að láta dekra við sig fram eftir öllum degi. Hér vinna Íslendingar 10 tíma á dag, þeir þurfa að sjá fyrir fjölskyldum og þeir hafa önnur áhugamál. Einhvern veginn sé ég það ekki fyrir mér að þessi kostur eigi eftir að verða mikið sóttur en markhópurinn er greinilega eldra fólk sem á einhverja peninga milli handanna. Það er bara ekki í menningu Íslendinga að fara og láta dekra við sig heldur telst það munaður sem fólk lætur eftir sér endrum og eins. Hvað fara margir Íslendingar í nudd til þess að láta sér líða vel og slaka á einu eða tvisvar í viku?. Ekki margir,,,eiginlega mjög mjög fáir efnaðir eistaklingar. Erlendis er þetta mjög algengt enda kostar nuddtíminn ekki marga þúsundkallana.