IDOL stjörnuleit
Aldrei hefði það hvarflað að mér að ég ætti eftir að fylgjast með þessu og mynda mér skoðun á fyrirbærinu. Til að byrja með horfði ég svona með öðru auganu, fannst þetta ekkert spes. En eftir að 9 söngvara voru eftir fór þetta að verða virkilega skemmtilegt og grípandi sjónvarpsefni. Þó að margt fari í taugarnar á mér við þættina og þá er alltaf eitthvað sem togar í mann. Það sem fer kannski hvað mest í taugarnar á mér er að lélegasti söngvarinn dettur ekki alltaf út, vegna þess að þetta er orðið meira vinsældakeppni heldur en hæfileikakeppni. Þetta má rekja til þess að símakosning ræður því hver fer áfram. Gallinn við það er að helsti aðdáendahópur þessara þátta eru stelpur á aldrinum 10-17 ára. En meiri galli er að hringja má endalaust úr sama númeri. Þetta hefur gert það að verkum að stelpur í keppninni eiga mun erfiðara uppdráttar í Idolinu en strákar.
Ég fór inn á spjallið á huga og þar er mikil umræða um Idolið og má þar lesa að útlitið er farið að skipta miklu meira máli heldur en nokkurn tíma sönghæfileikar. Svo virðist vera að dómarar keppninnar hafa voða lítil áhrif á úrslit kosninga, sem er kannski allt í lagi en þegar að laglausir einstaklingar sem hafa einu sinni fengið góða dóma fyrir frammistöðu eru komnir í 5 manna úrslit þá er eitthvað mikið að. Ég ætla ekki að fara drulla yfir ákveðnar persónur enda hef ég ekki efni á því þar sem ég er hljóma eins og elgur á æxlunartímabili þegar ég reyni að halda lagi. Reyndar eiga allir þessir krakkar hrós fyrir sína frammistöðu og fyrir að hafa náð svo langt.
Reyndar gerðist það í síðasta þætti og strákar voru í þremur neðstu sætunum enda ekki furða þeir áttu skelfilegt kvöld og með réttu átti að senda þá alla heim. Þetta er ef til vill til marks um það að fleira eldra fólk er farið að fylgjast með og kjósa eða að unga stelpur hafa ekki haft efni á frelsis innistæðu nú rétt fyrir jólin. Sama vandamál hefur átt sér stað í Bretlandi og á norðurlöndum en þar hafa stelpur átt erfiðara uppdráttar en drengir fljótlega eftir símakosningar hófust. Þegar nær dregur úrslitum koma fleiri áhorfendur að skjánum og aldurbilið verður dreifðara í símakosningunni.