Þá eru þau að skella á,,jólin. Verð nú reyndar að játa það að mig hlakkar nákvæmlega ekki neitt til jólanna að þessu sinni og er þar með í góðum félagsskap með Emma, Osama bin Laden og Lúsífer. Ástæðan er einfaldlega sú að þessi jól lenda á skelfilegum dögum þ.e.a.s. föstudag, laugardag og sunnudag. Þetta þýðir að maður fær hálfan dag í frí þessi jólin. Ekki hjálpar til þegar systkin manns verða bæði stödd í fjarlægum löndum.
Eitt sem ég hata við jólin eru jólaauglýsingarnar og misnotkun á börnum og unglingum í því sambandi. Sem betur fer er ég með "mute" takka á fjarstýringunni sem kemur oft að góðum notum. Dæmi um vonda og virkilega pirrandi auglýsingu er frá Agli Skallagrímssyni þar sem verið er að auglýsa Egils malt og appelsín, þar sem að lítil stelpa syngur lagið "skín í rauðarskotthúfur o.s.frv... Guuð hvað þessi rödd og söngur er farinn að fara í taugarnar á mér og veit ég að Emmi og félagar eru alveg sammála mér í því. Önnur auglýsing sem ætti að banna er Smáralindsauglýsingin með Birgittu Haukdal því hún hreinlega býður upp á að viðkomandi aðili verði lagður í einelti. Hverjum dettur það í hug að láta 14-15 ára táningsdreng sem rétt er að byrja í mútum syngja einsöng? ...og ekki nóg með það þá er sá slæmi söngur undirstrikaður með að láta Birgittu Haukdal syngja í kjölfarið. Pure Evil,,,held að Emmi og félagar séu sáttir við þetta.
Góðu tíðindin eru hins vegar þau að það er náttúrlega alltaf djamm um jólin og aldrei eru áramótin langt undan. Ætli maður taki ekki djammið í Rvk á jóladag en er reyndar heitur að kíkja til Njarðvíkur á Sálarball með Steinari. Hvað áramótin varðar er allt óráðið. Nói var reyndar eitthvað byrjaður að plana í bænum. Spurning hvort að það verði eitthvað á
(R)Ugluhólunum þessi áramót.
Annars er það að frétta af Eistlandsmálum að ég mun fljúga út þann 29 jan næstkomandi. Mun fljúga fyrst til danmerkur og þaðan beint til Tallinn. Þar verður tekið á móti mér og mér sýnt hvar ég bý, hvar skólinn er, verslanir o.fl. Fékk e-mail í vikunni þar sem að ég var beðinn um að greina frá hvernig íbúði ég vildi, hvort ég vildi búa einn, hve mörg herbergi, nálægt ákveðnum stöðum o.fl. Ef gengið verður að öllum kröfum mínum mun ég í búa í forsetahöllini í Tallinn með 24 herbergi, 3 baðhergi, 3 þjóna og kokk og eitt kvennabúr :)