Thursday, November 18, 2004

18. nóvember

Til hamingju með afmælið bróðir!!

Það fór nú eins og ég hélt að sá yngri er alveg að ná mér að árum. Nú munar ekki nema fjórum árum en ég man þegar ég var 10 ára þá var ég helmingi eldri en hann. Versta er þó að kappinn skuli halda sig út í Japan sem þýðir að það verður engin veisla um helgina. Spurning um að maður haldi bara upp á þetta fyrir hann. Reyndar er kosturinn sá að maður er alveg laus við að þurfa gefa honum afmælisgjöf fyrir vikið.

Verð samt að segja að ég var ekki alveg að sætta mig þessi ummæli sem að Hákon Marteinn sonur hans lét út úr sér í minn garð. Voru þau það ósmekkleg að ég hreinlega treysti mér ekki að hafa þau hér eftir á opinberum vettvangi. Ekki þykir mér ólíklegt að faðirinn eigi þarna einhvern hlut í máli og skýli sér á bak við saklausan son sinn. Er ég að gera upp hug minn hvort ég muni leita réttar míns og hef ég rætt við nokkra lögfróða menn.

Nú eru einungis níu dagar þangað til að mitt afmæli kemur og vill svo skemmtilega til að það ber upp á laugardag. Nói (Emmi) hefur boðið mér Örkina sína í Rugluhólum til afnota og er það mjög vænlegur kostur þar sem að gisting og þrif eru innifalin endurgjaldlaust. Ekkert er þó ákveðið og getur alveg verið að maður geri hreinlega ekki neitt enda nóg að gera í skólanum sem maður hefur ýtt á undan sér.