Brussel + Tallin
Eftir að hafa verið að skoða íbúði í Reykjavík í síðustu viku var tekin sú ákvörðun að salta það mál. Enda alltaf hægt að kaupa íbúð. Fékk þær fréttir að verið er að vinna í mínum málum varðandi umsókn í Viðskiptaháskóla í Eistlandi. Segja má að líkurnar séu orðnar miklar og ætti það að komast á hreint í þessari eða næstu viku hvenær og hvort ég fari til Eistlands. En af hverju Eistland? Svarið er einfalt. Þar sem ég tók Evrópufræðival í Masternum er Eistland mjög áhugaverður kostur þar sem um er að ræða smáríki er gekk inní ESB á þessu ári. Gríðarlegar umbreytingar hafa átt sér stað í þessu samfélagi þar sem að hagvöxtur hefur farið ört vaxandi undanfarin ár. Þarna má segja að efnahagslífið sé á vaxtarstigi eða frumstigi þar sem að gífurlegur hraði og breytingar eiga sér stað. Tel ég að þarna geta legið mörg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki að hassla sér völl líkt og fyrirtæki í Þýskalandi og Skandinavíu hafa verið að gera á undanförnum árum. Ef allt gegnur að óskum mun ég fara einhvern tímann í janúar en heimferð með öllu óákveðin.
Næsta utanlandsferð er hins vegar til Belgíu eftir einungis tvær vikur. Dvalist verður í Brussel þar sem að alþjóðlegar stofnanir verða skoðaðar og farið verður í sendiráð til að sitja fyrirlestra. Vissulega verður ýmislegt annað brallað sem ég ætla ekkert að fara út í hér :)