Thursday, October 14, 2004

Ef kjarnorkustyrjöld myndi brjótast út og eyða nánast 99% af öllu af núverandi lífríki myndi ég veðja aleigu minni á að það væru kakkalakkar og Íslendingar sem myndu komast af. Þessar tvær skeppnur virðast vera þær hæfustu að aðlaga sig að þeim aðstæðum sem þær búa við.

Í samanburði við Ísland er Survivor einungis afslöppun og er ég hissa á að amerískar sjónvarpsstöðvar hafa ekki komið hingað til lands með myndavél og flygjast með landanum takast á við vandamál og þrautir hversdagsins. Í lok hvers dag mætti landinn síðan kjósa einn íbúa út úr landinu.

Íslenska þjóðin hefur um aldir búið við þær aðstæður að geta aldrei vitað hvernig veðrið á morgun verður nema með 80% frávikum. Hér á landi hafa allar veðráttur sína kosti, rigningin er góð fyrir gróðurinn, rokið fælir burt mýið, snjórinn er góður fyrir skíðafæri og sólin er góð 2% landsmanna sem hafa dökka húð. Yfirleitt verður manninum hugsað um þessa kosti þegar hann lítur út um gluggann í skammdegisþunglyndi sem varir 9 mánuði ársins, eða heila meðgöngu.

Í gegnum aldirnar hafa Íslendingar þjáðst af einhverri spennuáráttu. Helst vilja þeir búa á ystu nöf (on the edge). Sem dæmi um það byggja þeir krummaskurð undir hæstu og bröttustu fjallshlíðum landsins þar sem að líkurnar á snjóflóðum eru meiri en greindarvísitala Ástþórs Magnússonar. Ekki nóg með það heldur byggja Íslendingar þéttbýli á helstu jarðhitasvæðum landsins, hvaðan skyldi nú allt þetta hraun koma? Hvað gerir ekki Íslendingurinn þegar að hús hans skemmist í jarðskjálfta eða eldgosi? Jú,,hann reisir nýtt hús á nákvæmlega sama stað.

Hugvit Íslendingsins er einstakt. Eftir að fyrstu göngin voru boruð í gegnum fjall var nokkuð ljóst að áfram skyldi bora. Nú dugar ekkert minna en að bora göt fyrir milljarða króna til þess að hleypa nokkrum hræðum á milli tveggja krummaskurða. Í stað þess að það taki 20 manns á dag að keyra 40 mín þá tekur það bara 20 mín eftir að gangnagerð. En hvað gerist ef þessar hræður missa vinnuna. Þá er bara reist álver. Álver á Austurlandi, Norðurlandi,Vesturlandi og Suðurlandi,,og jafnvel Vestmannaeyjum,,Fyrir 2007!!. Það er bara lámarkskrafa en samt sem áður eru göngin milli Berjadalssveitar og Sauðanes í gegnum Sauðaberjafjall forgangsatriði þar með að bæði börnin í Sauðanesi ásamt bóndanum þurfa að keyra 25 km í skólann á hverjum degi í stað 15 eftir að göngin koma.

Á meðan að það er sprengt og borað hanga kennarar og börn landsins heima í verkfalli. Öllum er sama. Þjóðin hefur tekið þá ákvörðun að aðlaga sig að því. Þetta er ef til vill pínulítið lýsandi fyrir viðhorf landans gagnvart menntun. Peningum er dælt í stórframkvæmdir meðan skólar landsins eru svelltir. Þjóðin hefur ekki efni á að halda úti grunnskólum, háskólinn berst í bökkum og þjóðarbókasafnið þarf að skerða opnunartíma sinn vegna peningaskorts. Kannski skiptir menntun ekki svo miklu máli. Öldum saman lærði þjóðin lítið, hún bara vann myrkvanna á milli og aðeins örfáir stunduðu nám. Í raun er þetta verkfall bara mjög klókt. Fullt af börnum sem áttu að ljúka 10 bekkjar prófi í vor kemur til með að gefast upp í náminu. Þarna er komið gott framboð á ódýru vinnuafli sem hægt er að nýta í gangnagerð út á landi á næstu árum.

Á sama tíma og allt þetta er að gerast eru fjármálafyrirtæki landsins að skila methagnaði á hverjum ársfjórðungi. Á sama tíma borgar þjóðin hæstu vexti í heimi. Um leið er þjóðinni talin sú trú um að henni bjóðist ódýr lán. Að sjálfsögðu gleypir hún við þessu. Fyrir vikið rjúka allir til og kaupa sér íbúð. Afleiðingin?? jú hærra fasteignaverð og hærri lántaka, Niðurstaðan? Meiri skuldsetning heimilanna. Sigurvegari? Bankarnir....and you thought you could beat them:),,