Framtíðarhorfur að skýrast
Það mun skýrast af miklu leyti næstkomandi fimmtudag hvernig málin hjá mér standa eftir áramót. Þá á ég fund með aðstoðarrektor um varðandi restina af MA náminu og ritun lokaritgerðar. Hugsanlegt er að hægt verði að taka hluta af ritgerðinni sem nám í erlendum háskóla. Hef ég fundið háskóla í Austur-Evrópu sem ég hef mikinn áhuga á stunda nám við og hef fengið jákvætt svar frá skólanum um námsdvöl eftir áramótin. Hins vegar hefur enginn Íslenskur skóli nein sambönd við þetta land eða þennan skóla. Til þess að ég komist út þurfa skólarnir að geta gert með sér samning um skiptinemaprógramm. Það er ef til vill flóknara en það virðist í fyrstu en ég held samt í vonina. Ætla ég ekki að gefa upp landið fyrr en þessi mál eru kominn á hreint en í þessu landi eru vænlegustu markaðstækifæri í Evrópu og hafa stórþjóðir í Evrópu haft augastað á landinu.
Nú er bara að sannfæra skólayfirvöld á Bifröst um ágæti þessa skóla og lands.