Tuesday, September 21, 2004

Skemmti mér fínt um helgina en þá var lokahófið í fótboltanum. Byrjað að sötra kl. 14 um daginn og svo haldið áfram fram eftir nóttu. Það sem er merkilegt við þetta lið og hefur einkennt Skallagrímsliðið undanfarin 5-6 ár er að það eru engar footballers Wives. Held að það séu einungis fimm leikmenn á af 20 manna hóp á föstu í liðinu og þannig hefur hlutfallið verið árin á undan. Ótrúlegt sé tekið tillit til hversu myndarlegt þetta lið er.

Svei mér þá ef það verður ekki bara róleg helgi hjá manni næst hvað varðar skemmtanalíf. Hákon frændi mætir á svæðið þannig að maður verður með barnapössun næstu helgi ef kennarar banna það ekki. Held að það sé ágætt sé litið til þess að næstu fjórar helgar hjá mér hafa verið skipulagðar undir skemmtanir. Þann 1. október er reunion hjá ÍKÍ liðinu. Fimm ára útskriftarafmæli. Helgina þar á eftir er stórhátið hér í nesinu, stórt ball. Helgina 15-16 ætla ég að skella mér norður til Dalvíkur og Akureyrar að hitta Nonna og Thelmu frænku. Helgin þar á eftir er síðasti vetrardagur og þá er búið að bjóða mér í sumarbústaðaferð með fögrum kvennahóp. Svo er í deiglunni einhvern tímann í mánuðinum að strákarnir sem útskrifuðust í Bs í fyrra ætla hittast í bænum en ekki er búið að setja niður ákveðna dagsetningu.

Svei,,,hvernig kemst maður yfir þetta allt saman. Er einmitt þesssa daganna að vinna í ritgerð sem ég hefði þurft að skila helst í gær og síðan að rifja um smá stærðfræði í einum áfanga sem ég er í núna.
Helsta vandamálið er hins vegar að rembast við að ákveða hvað ég eigi að skrifa um í MA ritgerðinni....