Einhver óskaði mér gleðilegrar þjóðhátíðar í dag. Horfði ég á manneskjuna undrandi og spurði hvort ekki væri í lagi með hana, enda ekki þjóðhátíð fyrr en eftir sex vikur. Það var ekki fyrr en hún sagði mér að það væri 17. júní í dag að ég áttaði mig á að það er víst þjóðhátíðardagur Íslendinga í dag. Hjá Achmet er fyrsta helgin í ágúst eina raunverulega þjóðhátíðin. 17. júní er einungis vinnufrídagur.
Var að hugsa í dag að 17. júní verður ekki skemmtilegur hjá mér fyrr en ég er orðinn virkilega gamall. Keyrði fram hjá Skallagrímsgarðinum í dag og þar voru ekkert nema gamalmenni og fólk með börn. No beer, no chicks, no fun. Til allrar hamingju er Evrópukeppnin í fullum gangi og náði ég að horfa á fjóra fótboltaleiki í dag :)
Er að fara keppa á morgun og vonandi heldur sigurganga okkar áfram. Erum enn ósigraðir og stefnum ótrauðir að komast í úrslitakeppnina. Eftir leikinn á morgun er liðspartý hjá Ragga Lú og til þess að gleðin nái hámarki verðum við að vinna leikinn. Reyndar er alveg nægjanleg gleði framundan til að mynda færeyskir dagar, þjóðhátíð auk þess sem frændi minn er að reyna draga mig með sér á landsmót hestamanna. Einhvern vegin hef ég ákveðna ímynd á hestafólki sem ég vona að reynist röng ef ég kem á staðinn.