RÉTT RÚMIR 2 MÁNUÐIR Í EYJAR!!
Vaknaði í morgun og eina sem kom upp í huga mér að það fer að koma ÞJÓÐHÁTÍÐ í Eyjum.
Hátíðin 2002 átti að vera sú síðasta, 2003 sú langsíðasta en nú er komið að þeirri næstu sem verður væntalega ekki sú síðasta. Það er bara málið að það jafnast ekkert á við eyjar um verslunarmannahelgi. Heyrst hefur að Nói ætli að fara og sé búinn að redda plássi á gistiheimili. Hann ætti þá alla vega að getað leitað sér skjóls fyrir sólinni. Ekki veit ég hvað Svampur gerir en ef hann verður þurr mætir hann örugglega en heimildir herma að verði ekki á landinu. Valdi Kriss Diss verður á staðnum, orðinn fastur viðburður í Eyjum líkt og brennan. Maggi fer ekki þar sem að gaukurinn er að fara til Japans!!,,jamm hann fékk inní skólann sem þýðir að fjölskyldan yfirgefur landið í tvö ár. Úff,,,það skarð verður ekki auðveldlega fyllt.