Wednesday, April 21, 2004

Ég hef ekki verið þekktur fyrir að vera sérlega tungulipur þegar kemur að kvenfólki. Fyrir skömmu datt ég heldur betur í lukkupottin, því fyrir algjöra slysni rann þessi gull pick up lína sem að ég vissi ekki einu sinni að ég gæti sagt eða gæti borið fram. Hún kom eiginlega beint frá hjartanu og það hefur aldrei gerst að það hafi talað áður og það besta er að ég fann hana upp sjálfur. Hef ég prófað þessa setningu nokkrum sinnum og hún þrælvirkar,,,100% nýting. Verð ég að játa að þegar hún ropaðist útúr mér í fyrsta skiptið brá mér svo að ég þurfti að gera smá hlé á samræðunum til þess að fara afsíðist fagna sjálfum mér. Ekki ætla ég að fara hvert samræðurnar leiddu enda algjört aukaatriði. Frægar pick up setningar eins og “wo wohnst du?”,,”wie gehst?” “mamma er ekki heima!”og “ég er ekki á túr?” eru nú gleymdar. Ekki tókst þessum setningum að snerta hjörtu kvenfólksins en nýja Gullsetningin mín gjörsamlega bræðir þau. Að sjálfsögðu mun ég ekki gefa upp setninguna hér enda samkeppnin á markaðnum mikil. Það væri jafnheimskulegt eins og Vífilfell myndi gefa Ölgerðinni uppskriftina af Coke.

Sprengja upp Old Trafford?
Einhvern tímann hefði þetta hljómað eins og draumur en með um 70.000 manns á vellinum auk dýrlingana í Liverooltreyjunum, auk eins hirðfifls frá Liverpool hefði þetta leikhús draumanna getað breyst í vígvöll martraðar. Mín kenning er sú að þeir sem standi á bak við þetta séu þeir sömu sendu Houllier morðhótun ekki fyrir löngu. Ekkert virðist duga til að koma manninum burtu frá Liverpool, lélegur árangur, léleg knattspyrna, lélegar afsakanir, morðhótanir, hvað þá hjartaáfall. Í örvæntingu sinni ákváðu hörðustu stuðningsmennirnir að koma honum í burtu með tilætluðum fórnarkostnaði. Sem betur fer var komið í veg fyrir þetta.

Hvað er í gangi hjá Íslandsbanka þessa daganna? Er markaðsstjórinn endanlega orðinn gegnumsýrður af femíniskum humor sem er ríkjandi í bankanum?. Tilgangur nýrrar auglýsingarherferðar hefur eflaust verið að brjóta upp hefðbundið auglýsingamynstur sem einkennst hefur af þungum og alvörugefnum banka auglýsingum, enda alveg þörf á. En því miður tekst bankanum að klúðra þessu með að ráða leiðinlegasta kvenleikara í auglýsingaherferð bankans. Ekki nóg með það heldur búa þeir til hundleiðinlegan karakter sem á að vera starfsmaður bankans. Ef að þetta á að endurspegla starfsmenn bankans eða húmorinn innan hans er alveg ljóst að ég kem ekki nálægt þeirri stofnun. Því miður stekkur mér ekki bros við þessar auglýsingar heldur verð þvert á móti verð ég frekar pirraður.