Til hvers Öskudagur?
Brá heldur betur í brún þegar krakkar með tannviðgerðir að verðmæti 450.000 þús í kjaftinum komu hingað og sníktu af mér nammi. Ekki veit hvenær þessi ósiður var tekinn upp en eitt er víst að þetta á engan rétt á sér lengur. Hér fyrir 20-30 árum og lengra þótti það munaður að fá namm. Sérstakir nammidagar voru á laugardögum á sumum heimilum og það þótti til undantekninga þegar maður maulaði á súkkulaði stykkjum eða lakkrís. Í dag er öldin önnur. Krakkar í dag berjast við offituvandamál sökum óhóflegrar sykurneyslu og hreyfingaleysis. Helsta hreyfing margra þeirra er einu sinnu ári þegar þau hlaupa á milli húsa til þess að sníkja sér sælgæti. Þessi siður var eðlilegur og sjálfsagður þegar börn fengu nammi sjaldan en í dag þegar börn borða meira af nammi en næringarríkum mat er þessi siður í raun orðinn ósiður. Í huga barna er þessi dagur bara útborgunardagur líkt og þegar fullorðnir fá borgaða út desemberuppbót einu sinni á ári.
Hvernig væri að allir fullorðnir og allt samfélagið tæki höndum saman og í stað þess að gefa sælgæti þá yrði gefið grænmeti. Jamm þegar Jón og Gunna banka á næsta ári og sníkja nammi þá gefur við þeim gulrætur og róðrófur. Þarna erum við komin með tilbreytingu. Jamm það væri gaman að sjá í gulbrúnu tennurnar á þeim þegar rófan yrði sett í pokan. Með tímanum held ég að krakkar myndu gefast upp á þessari iðju með þeim afleiðingum að maður fengi algjörna frið.
Ef nammið er svona nauðsynlegt þá má alveg hugsa sér að láta krakkana hafa meira fyrir því að fá það. Það má gera með að láta þau vinna fyrir því t.d. með að skúra á gólf eða þurrka af herbergjum. Það mætti miða vinnuframlag þeirra við taxta asíukvenna sem þýðir að þau verða 2-3 klst. að vinna fyrir einum hraunbita.
Held ég að verði að fórna djammi um helgina :( En útskriftarhópurinn frá Bifröst ætlaði að hittast á laugardagskvöldið en ég sé fram á mikla verkefnavinnu um helgina. Bið bara að heilsa liðinu og vona að það taki á því fyrir mig. Ég lofa að bæta það upp. Heyyy kominn nýr djammstaður,,,,Dalvík. Nonni er að flytja þangað af öllum mönnum og ekki úr vegi að fara plana ferð norður. Óska eftir konu fyrir norðan til þess að sjá um hann,,,hann er ósjálfbjarga, believe me,,kynntist því í Þýskalandi.