Þjáningar þessarar leiktíðar ætla engan endi að taka. Þetta tímabil er að verða eins og illvígur sjúkdómur sem virðist ætla enda með dauða í lok maí.
Engin lækning virðist sjáanleg enda virðast læknar og sérfræðingar engar lausnir hafa. Sjúkdómurinn sem einna helst má líkja við vírus blossar upp á veturna en leggst í dvala yfir hásumarið. Hann veldur verkjum í maga, mikilli vanmáttarkennd og andvöku nætum. Nætursviti er ekki óalgengur sérstaklega þegar dregur að helgum sem nær hámarki nóttina fyrir Laugardag.
Þegar sjúkdómurinn fer að ná hámarki sínu fara sjúklingar að hafa óvanalegt og jafnvel skyndilegt áhugaleysi á vinnu, skóla eða áhugamálum. Þeir jafnvel fara rakka niður liðs sitt, hætta að nenna horfa á það og allt í kringum það verður ómögulegt.
Þegar hámarki er náð verður vart við aukinn sóðaskap í umhverfi sjúklings, hann druslulegur og óhreinn. Einstaklingurinn missir jafnveg allann áhuga á útliti sínu.
Á hverjum laugardegi eða sunnudegi verður einstaklingurinn uppstökkur og pirraður umfram það sem eðlilegt getur talist.
Þessi banvæni sjúkdómur nefnist Houllier og leggst á hvern þann sem heldur með knattspyrnuliðinu Liverpool. [/b
Hugsanlegt lán í óláni er þó að með hverjum tapleiknum aukast líkurnar að Houllier fari!!