Tók mitt fyrsta djamm á nýju ári og dagurinn er búinn að vera eitt mess. Ekki nóg með að vera búinn að kveljast úr þynnku að þá var ég game over kl 2 í nótt. Ég held að ég fari nú að leggja djammið endanlega á hilluna, maður er hreinlega hættur að standa sig í þessu.
Gerði mér dagamun og skellti mér í bíó fyrir nokkru og varð fyrir vonbrigðum. Eftir að hafa horft á Opinberun Hannesar hélt ég að leiðin gæti bara legið upp á við og skellti ég mér á Kaldaljós. Báðar þessar myndir höfðu fengið frábæra dóma í Mogganum og ekki lýgur mogginn. Opinberunin hafði fengið 3 stjörnur og hin 3 og hálfa. Þetta þýðir að þessar myndir eru sambærilegar að gæðum Hringadrottinssaga og Last Samurai að mati gagnrýnenda Mbl. Opinberun Hannesar var náttúrulega eitt mesta hriðjuverk í íslenskri kvikmyndasögu á kostnað skattborgara. Ég reyndar vissi það ekki fyrr en eftir á að Hrafn hefði gert þessa mynd og trúði ég því vart. Ég man heldur ekki eftir góðri mynd frá Hrafni síðan hann gerði Óðal feðranna í kringum 1980. Held að það sé alveg kominn tími til að sá maður hætti að sóa almanna fé og aðrir ungir og efnilegir kvikmyndagerðamenn fari að fá sín tækifæri. Það eru takmörk fyrir því hvað sami maðurinn fær að vaða uppi.
Vonbrigðin voru hins vegar Kaldaljós sem ég ætlaði að koma að. Eftir sýninguna leið mér eins og ég væri í líkfylgd. Ekki það að myndin var svona sorglega eða tilfinningarík. Heldur var myndin eins og 90 mín jarðaför þar sem að þunglyndisleg synfónía dundi í eyrunum á manni allan tímann. Reyndar kom í lokin lag með KK sem átti að reyna vekja mann úr því Coma sem maður var fallin í. Myndin sjálf var fyrirsjáanleg og því verulega óspennandi fyrir vikið. Eins og flestar íslenskar myndir var hún langdregin og íslenskt landslag óspart sýnt undir drungalegri tónlist. Ekki var sagður einn brandari eða eitt fyndið atriði í allri myndinni sem gerði það að verkum púlsinn hætti að slá á tímabili. Eina jákvæða við myndina var góður leikur hjá Ingvari Sigurðssyni og börnum hans. Ég myndi ráðleggja öllum að bíða með að sjá þessa mynd þangað til hún kemur á spólu þar sem að hún er ekki þess virði að borga sig 800 kr. inn. Efni myndarinnar er reyndar mjög spennandi og hefði verið hægt að gera hana mjög spennandi og meira fyrir augað. Var maður mest feginn þegar myndin var búin.