Tuesday, February 24, 2004

Never ending story

Þessi vetur ætlar að verða sá allra versti. Það er ljótt að segja en hefði Houllier hrokkið upp fyrir um tveimur árum síðan væri hugsanlegt að hann væri í dyrlingatölu og margar milljónir Liverpool aðdáenda væru hamingjusamar. Raunveruleikinn er hins vegar sá að eitthvert læknafifl bjargaði lífi hans og fyrir vikið situr hann við stjórn ein taugahrúga og milljónir manna kveljast. Eins og flestir vita er Liverpool en í sama skítnum og fyrir rúmu ári síðan og karlinn situr sem fastast. Mín skoðun er að reka ætti kvikindið og skottulækninn sem bjargaði lífi hans.

Til þess að tryggja að framtíðin verði jafn ömurleg birtist þessi yfirlýsing frá kvikindinu í dag "Ég ætla ekki að labba í burtu frá félaginu. Ég hef sett mér og liðinu markmið sem ég ætla að standa við og ég verð áfram við stjórnvölinn á næsta tímabili.". Hverjum ertu að gera greiða með því?. Það er ekki eins og að hann hafi nokkurn stuðning meðal stuðningsmanna félagsins. Ég held að 99% aðdáenda liðsins hafi fengið sting í hjartað við að heyra þessa yfirlýsingu. Einfaldlega vegna þess að þunglyndið, sársaukinn og vonbrigðin halda áfram eitt ár í viðbót. Houllier er eins og stórt æxli sem skotið hefur djúpum rótum. Það vill vera áfram þó svo að enginn annar vilji hafa það þar.
Ég hreinlega neita að trúa því að þurfa horfa upp á aðra eins hörmung og vanlíðan næsta vetur eins og veturinn hefur verið hingað til :(