Wednesday, March 03, 2004

Gaarrrgg!!

Allt brjálað að gera. Vinna frá 8-6 alla daga og auk þjálfunnar. Fullt af verkefnum í skólanum og æfingum hjá Skallagrím. Óska eftir lífi...Houllier gefðu mér þitt:p

Kíkti á djamm síðustu helgi í bænum. Leit út á lífið föstudag og laugardag. Fór á Players á föstudag þar sem Páll Óskar var að spila með milljónamærungunum. Var svo sem ágætt þar til ég fattaði að elliheimilið Grund hafði fengið sömu hugmynd ég um að kíkja á ballið. Eftir að hafa náð augnkontakti við þrár ömmur og einn samkynhneigðan afa ákvað ég að nóg væri komið og skellti mér í svefn. Fór aftur með út á laugardagskvöldið með Emma, Kobba, Einari og Valda, tókum svokallað pöbbarölt. Sem betur fer entist ég ekki lengur en til kl 5 þar sem að farið var að rjúka úr debet kortinu. Vá hvað er mikið að leiðinlegum skemmtistöðum í Rvk og það versta er að mjög fáir hafa einhverja sérstöðu. Breytti því ekki að sunnudagurinn var alls ekki góður og peningahliðin hafði tekið dýfu frá deginum áður.

Framundan: Vinna og lærdómur í massavís. Svo sem einn kostur við það, að maður eyðir þá ekki pening á meðan.