Það er ansi margt búið að gerast frá því ég bloggaði síðast.
Það sem er hvað nýjast er að Bush hringdi í Davíð Oddson í dag. Aumingja Bush á greinilega ekki mikið eftir að vinum. Þakkaði hann Íslendingum fyrir stuðninginn í stríðinu við Írak þar sem að þáttur Íslendinga skipti sköpum í "sigri" Bandaríkjamanna í stríðinu. Ekki veit ég hver Bush hefur hringt eftir þetta samtal nema þá einna helst í Blair.
Umræðan um jafrétti kynjana er að ná hámarki, Birni Bjarnasyni að þakka. Nú eru einstaklingarnir hættir að skipta meira máli en hæfileikar fólks. Það þarf enginn að segja mér það að einhverjir tveir einstaklingar séu nákvæmlega jafnhæfir. Annar hlýtur alltaf að hafa annað hvort menntun eða renslu fram yfir hinn. Ef svo vill til að þeir eru jafnir eiga það að vera persónueiginleikar viðkomandi hvort að fái starfið eða ekki. A.m.k myndi ég vilja ráða sem atvinnurekandi þá persónu sem mér líkaði betur við og treysti betur til starfa heldur en hitt.
Skemmtileg umræða um þessi mál eiga sér stað í leikara stéttinni þar sem að kynjahlutfall er nokkuð jafnt. Þó eru ekki allir á eitt sáttir og er Þórhildur Þorleifsdóttir ekki sátt þar sem hún telur karlmenn alltaf vera í aðalhlutverkum. Hér er hugmynd mín Þórhildur:
Fiðlarinn á þakinu verður hér eftir uppsett sem þverflautuleikarinn á gatinu.
Eldað með Elvis verður sett upp sem Eldað með Ellý Vilhjálms.
Emil í Kattholti verður breytt í Siggu í Kattholti og allir kettir verða læður í sýningunni.
Sveinstykkið eftir Þorvald Þorsteinsson verður hér eftir Meyjarhaftið.
Ræningjarnir þrír Kasper, Jesper og Jónatan munu hér eftir heita Jónína, Siv og Valgerður. Tópías í turninum verður í hlutverki Eddu Heiðrúnar í karlmannsgervi.
Fór á Reunion síðastliðinn laugardag og var það frábær skemmtun. Tekið var á því á Búðarkletti og man ég ekki eftir öðrum eins fjölda á klettinum. Byrjuðum við þar daginn á að fara í skólann þar sem að Hilmar skólastjóri fór með okkur um ganga skólans. Þegar komið var í líffræðistofuna barst talið að líffræðikennslunni og þar á meðal kynfræðslunni. Man ég að það voru þeir tímar sem ég ekki missti úr. Kom í ljós þó að ég hafði greinilega misst úr einn tíma en það var þegar farið var í makaval og hvernig börn eru búinn til. Í ljós kom að Kobbi og Einar G höfðu líka misst af honum. Myndir af þessum viðburði má sjá hér í boði Ragga Steinsen.