Það er ekki tekið með sældinni að vera tæpir einn og níutíu á hæð. Málið er að ég fór í Jack and Jones og Sautján um helgina til þess að kaupa mér skyrtu. Þannig vildi til að ekkert var til í minni stærð. Afgreiðslumaðurinn gaf mér þá skýringu að mikið væri um fermingar um þessar mundir og en benti mér á að koma aftur eftir páska þegar flestar fermingar væru yfirstaðnar.
Heimskasti maður Íslands er fundinn. Jónas Ingi annar Íslendinganna í líkfundarmálinu kom í þáttinn Ísland í dag til þess að segja sína sögu. Þeir sem hafa séð þetta hljóta að spyrja sig hvort að maðurinn hafi verið að grínast eða hvort að hann sé virkilega daufur. Það að keyra til Neskaupsstaðar án þess að vita hugmynd um af hverju og án þess að nokkrar spurningar vakni hlýtur að teljast ótrúlegt afrek. Farfuglar sem heila sem nemur 0,034 grömm hafa nákvæma hugmynd í hvaða tilgangi þeir yfirgefa Ísland á haustin. Ekki veit ég hvort að Jónas hafi verið að fara þangað til að versla ódýrt bensín eða skoða höfnina á Neskaupsstað. Furðulegt að ekki skyldu hafa vaknað grunsemdir hjá Jónasi þegar hann henti teppinu í höfnina það er nefnilega á hverjum degi sem maður keyrir með upprúllað teppi austur á land til þess að losa sig við aðskotahluti.