Það var gaman að horfa á úrslitaviðureignina í körfunni í kvöld þar sem að útlendingarnir léku sér að skjóta á körfurnar og Íslendingarnir hlupu í fráköstin. Vissulega er körfuboltinn tilþrifameiri með þessum könum en ég efast um að íslensku leikmennirnir hafi jafn gaman af þessu. Ég held allavega að ég væri hættur í fótboltanum ef að með Skallagrími spiluðu 6-7 útlendingar með liðinu og maður væri einungis í því hlutverki að hlaupa allann leikinn og reyna vinna boltann. Tala ekki ekki um ef að lið Skallagríms væri eins og lið Hólmara skipað einum Hólmara. Þá væru þetta 7 útlendingar og 8-9 aðkomumenn. Ég fengi að vera 15-16 maður í hóp. Frábært:)
Fattaði að það er 1. apríl í dag, ég var fremur rólegur í gabbinu. Var reyndar að spá í að hringja norður á Dalvík í verslunarstjóran þar og þykjast vera frá skattinum og væri að gera kröfu á vangoldin virðisauka. Veit bara að verslunarstjórinn þar er mjög viðkvæm sál og vildi því ekki vera kvelja hann þar sem ég veit að hann þjáist að vera einn á Dalvík.
Ég átti tíma hjá tannlækni í morgun og þar sem að ég ætlaði ekki að láta plata mig fór ég öllu með gát. Mig grunaði að verið væri að plata mig því ákvað ég til öryggis að hringja niðrá tannlæknastofu til þess að athuga að ég ætti örugglega ekki tíma. Þegar síminn hringdi tékkaði ég örugglega að ég þekkti númerið á símanúmerbirtinum.