Wednesday, May 12, 2004

Hvíti prinsinn kemur til bjargar!!

Þvílík dramatík, þvílíkt aktion. Daginn eftir að fjölmiðlafrumvarpið kom út skrifaði ég pistil um mína skoðun á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hugsaði ég eftir á þegar reiðin hafði runnið af mér að ég hafi kannski tekið of stórt upp í mig. Eftir að hafa lesið og horft á fjölmiðla undanfarið er greinilegt að þjóðin er á sama máli og mitt skot var bara laflaust miðað við mörg sem hafa dunið.

Þetta mál er með hreinum ólíkindum. Þegar einræðisherrarnir ætluðu að keyra þetta í gegn og skrifa undir meðan að forseti væri erlendis, kemur Ólafur úr víking til þess að frelsa þjóðina frá því að vera sett í tjáningabann.

Það er ekki hægt að segja annað en að nú er virkilega gaman að fylgjast með stjórnmálum, svona á þetta vera. Ekki skemmir fyrir að Björn Bjarnason gætir að því enginn tími sé fyrir óþægilega þögn. Þrátt fyrir að Davíð Oddsson sé einn mesti og ég leyfi mér að segja einn besti stjórnmálamaður sem hér hefur verið. Enda enginn maður setið jafn lengi við völd. Þá eru þetta mestu pólitísku mistök sem hann hefur gert. Ég held að fólk hafi nú fengið alveg nóg af yfirgangi hans og jafnvel hörðustu sjálfstæðismenn eiga erfitt með vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.
Heyrst hefur þó að einhverjir hafa skráð sig í flokkin og er þar um að ræða leyfar af kommúnistum úr gamla Alþýðubandalaginu.

Eurovision
Það er alltaf gaman af Eurovision, þá helst af öllu tilstandinu í kringum það. Danir duttu út í kvöld :( það þýðir að Íslendingar missa 8-12 stig. Ekki það að mér finnist íslenska lagið skemmtilegt,,,eiginlega fundist það leiðinlegra og leiðinlegra eftir því sem ég heyri það oftar og fannst mér það leiðinlegt fyrst. Vont og það versnar!!. En ég er keppnismaður og ég styð mitt lið hvort sem það er gott eða lélegt. Það er eiginlega skömm að ekki var hægt að halda forkeppni opinberlega. Í hvað fara eiginlega þessi áskriftargjöld? Dagskrárgerð eins og Mósaík eða??? Kemur mér reyndar ekki á óvart að RUV sé líka farið að taka upp kommúnísk vinnubrögð... En Eurovision fylgir alltaf partý og gleði og þá því verður engin breyting nú.
Tókuð þið eftir í kvöld að það voru nánast eingöngu þjóðir úr S-Evrópu (Balkanskaga)sem komust áfram, en engar frá Norðurlöndum eða V-Evrópu,,humm spilling?? Gott að eiga góða granna.