Tuesday, April 27, 2004

Ég lifi í lýðræðiskommúnistaríki

Það þarf enginn að segja mér að ég hafi á röngu að standa. Hvað er málið með Davíð Oddsson, Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og íslensku þjóðina?.

Hvernig stendur á því að leiðtogi í stæðstu stjórnmálaflokki Íslands fái að gera það sem honum sýnist án þess að nokkur maður andmæli honum. Sjálfstæðisflokkurinn er stæðsti sérstrúarsöfnuður sem ég þekki til. Allt sem leiðtoginn gerir er satt og heilagt. Þegar Sjálfstæðismenn eru spurðir álits vitna þeir statt og stöðugt í orð frelsara Davíðs. Í Valhöll má lesa orð meistarans í Davíðarguðspjöllum. Enginn innan Sjálfstæðisflokksins má hafa sjálfstæðar skoðanir og ef þær eru andstæðar orðum meistarans þá á sá sami ekki sjö daganna sæla. Þeir sem eru honum ekki að skapi skulu hafa hægt um sig því annars eiga þeir á hættu að verða fyrir barðinu á skapvonsku meistarans. Eignir þeirra geta verið leystar upp, lög sett á starfsemi fyrirtækja þeirra og reynt að bera á þá sakir.

Framkoma Davíðs undanfarið er fyrir neðan allar hellur. Vissulega er hann lýðræðilega kosinn einræðisherra. Já einræðisherra þar sem að ekki nokkur kjaftur innan Sjálfstæðisflokksins eða Framsóknarflokksins þorir að benda honum á að telja upp á 10 áður en hann framkvæmir hluti í reiðisköstum sínum.

Mér er spurn hvað liggur á þessum lagasetningu varðandi eignarhald fjölmiðla? Eru fjölmiðlar svona gegnum sýrðir af spillingu og hlutdrægni? Það er skoðun þjóðarinnar að svo sé ekki. Kannanir sýna að mikill meirihluti þjóðarinnar eða tæp 80% þjóðarinnar þessi lög fáranleg og að fjölmiðlar starfi óháðir frá eigendum sínum nú þegar.

Það sem Davíð vill er ef til vill einhliða umræða þar sem hann er dásamaður og ástandið í þjóðfélaginu sé dásamað og söngvar séu sungnir Davíð til dýrðar,,,,,ekki ósvipað og Stalín og aðrir kommúnistaleiðtogar í heiminum.

Undanfarið hefur ríkisstjórn Íslands síendurtekið vaðið yfir lýðræði og siðferði. Nokkur dæmi:

* Afstaða ríkisvaldsins til Íraksstríðsins þar sem að veittur var stuðningur við ólögmæta innrás í Írak þar sem stuðningur þjóðarinnar var mjög lítill.
* Lagabreyting á öryrkjafrumvarpinu þar sem að lögum var breytt til þess að knýja fram sigur á öryrkjum.
* Deilur Kirkjunar og ríkisvaldsins. Davíð skorar á Kirkjuna að mæta fyrir dómstóla,,,af hverju?? Jú Davíð á ansi góð tengsl þangað.
* Persónulegar árásir á garð Jón Ásgeirs sem engin lög hefur brotið, farið eftir öllum þeim leikreglum sem Davíð hefur sett en þar sem að hann hefur ólíkar skoðanir þá þarf að fella hann.
* Dómsmálaráðherra skrifar inn á heimasíðu sína reglulega og nefnir fjölmiðla sem ekki eru honum að skapi Baugstíðindi. Svo er hann hissa að fólk skuli persónugera þessa nýju lagasetningu á fjölmiðla. Verð að minnast á ráðningu frænda Davíðs í stöðu hæstaréttardómara, þar sem hann var ekki einu sinni einn af tveimur hæfustu.

Þetta eru einungis nokkur dæmi. En hver er að það sem ber ábyrgðina á þessu? Jú við almenningur sem vissulega kusum þessa vitleysu yfir okkur. En og aftur létt fólk blekkjast af gyllinboðum sem ekki standast. Jú jú vissulega koma skattalækknaninar,,,,rétt fyrir kosningar að sjálfsögðu þá er allt hið slæma gleymt ;)