Thursday, May 06, 2004

Þetta eru nú engin afsköst hérna á blogginu hjá mér og greinilegt að ég verð að fara taka mig á. Reyndar hefur tíminn ekki verið mikill hjá mér þar sem að mikið hefur verið að gera í vinnunni og skólanum. Hef ég verið að vinna til fimm, hálf sex alla daga. Þá hef ég reynt að læra í klukkutíma og farið síðan beint á fótboltaæfingu og svo beint aftur í lærdóm sem hefur staðið til eitt, tvö á nóttinni. Á ég að skila stóru verkefni í næstu viku og hugsanlega taka eitt próf líka. Ekki tekur við betra eftir það þar sem að 15 bls ritgerð tekur við sem á að skilast 21. maí. Það er því nokkuð ljóst að það verða fáir tímar til svefns næstu vikur,,,hvað þá djamm:(.

Keppnistímabilið fer að hefjast og ekki laust við að tilhlökkun sé farin að grípa um sig. Orðinn nokkuð sáttur við formið þó ég eigi töluvert í land enn þá. Renydar búinn að léttast um þrjú kíló frá áramótum,,,,reyndar fóru þau ekki fyrr en á síðustu þremur vikum. Þau gömlu fengu þá brjáluðu hugmynd að fara í megrun sem vissulega bitnar alltaf á þriðja aðila. Ískápurinn stendur galtómur, ekkert til nema eitthvað viðbjóðslegt hrökkbrauð, án sykurs og gers (hvað það sem nú er, og þau skaðlegu áhrif sem það hefur). Kotasæla er vinsælt viðbít og borðað með öllum mat, ef soðinn fiskur telst til matar fimm daga vikunnar. Verð ég að játa að þetta hefur farið virkilega í taugarnar á mér og nú skil ég af hverju fólk sem fer í megrun er oft svona pirrað.

Ég hef nú aldrei farið í megrun á ævinni. Mín logík er mjög einföld og þrælvirkar. Ég hef alltaf borðað það sem mér sýnist og mun alltaf gera. Ef ég vil léttast þá hreyfi ég mig einfaldlega meira og ef ég er latur þá bara bæti ég aðeins á mig. Það er nefnilega með megrun eins og vegasalt ef þú hreyfir á léttistu og ef þú vilt léttast meira þá einfaldlega hreyfuru þig meira. Mér finnst oft sorglegt þegar fólk er að pína ofan í sig einhverju grænmeti og ávöxtum, tala ekki um einhverju viðbjóðslegu hrökkbrauði og árangurinn er lala....Mitt motto "Éttu það sem þér sýnist, hreyfðu þig bara meira".