Survivor-lokin
Aldrei hef ég verið jafn húkkt á nokkurri þáttaröð og All-star Survivor. Minn maður Rubert náði fjórða sæti en því miður var hann ekki nægilega vel gefinn til þess að fara alla leið. Í mínum augum er sigurvegarinn Boston-Bob. Verð að játa að gaurinn fór frekar í taugarnar á mér til að byrja með. En hvernig hann lék síðan á keppinauta sína trekk í trekk var ekki annað hægt en að fara halda með honum. Því miður þurfti tapsár kviðdómurinn að kveða úr um sigurvegara. Ég held að allir sem horfðu á þessa seríu sáu að líklegasti sigurvegarinn var Boston-Bob, hann gjörsamlega stjórnaði leiknum. Heimsku kanarnir í síðar skipuðu kviðdóminn héldu honum alltaf inni vegna að hann lék svo auðveldlega á þau og þau keyptu allt sem hann sagði.
Það var engin spurning að Bob gjörsamlega bar af, hann vann lang flestu keppnirnar, egndi mönnum saman þegar hann var kominn í vandræði og laug uppí opið geð á fólkinu. Algjör Survivor. Músin sem læddist með veggjum sigraði og leitaði skjóls hjá Bob vann keppnina. Bob sá þetta reyndar fyrir og tryggði sér eiginlega hluta af sigrinum með því að biðja músina um að giftast sér. Ef þetta er ekki alvöru Survivor þá veit ég ekki hvað.
Það er engin spurning að það þarf að spila leikinn djarft og ljúga til þess að fara alla leið, vantaði eiginlega bara Jon sem keppti í seríunni á undan. Jamm gaurinn sem laug að amma sín hefði dáið og tryggði sér þannig samúð hinna þátttakendanna og hélt sér þannig inni.
Aðeins að Eurovision í lokin. Það fór eins og ég spáði, reyndar aðeins betur en ég spáði 20. sæti. Lagið vont, verulega leiðinlegt en flutningurinn var góður og ekkert við Jónsa að sakast. Sigurlagið í lagi, gerði allt sem þurfti til að vinna. Hvað er eiginlega málið með Íslendinga. Af hverju ekki að taka sénsa í þessari keppni?. Af hverju að senda einhverja ballöðu sem maður hefur heyrt milljón sinnum.
Það er skárra að senda eftirminnilegt show eins og Pál Óskar heldur en Birgittu og Jónsa með lög sem heyrst hafa hundrað sinnum.
Þetta er allt spurning um markaðssetningu. Það þýðir að það þarf að vera show sem er eftirminnilegt. Þetta gerður úkraínumenn. Frábært show og grípandi lag. Ekki Íslendingar, dautt show, vonlaust lag eða væl öllu heldur. Nota bene vel vælt engu að síður(það er ekki hægt að kenna bakaranum um ef hráefnið er lélegt).
Það sem ég vil gera er að nota þessa keppni í að kynna íslenska hljómsveitir og hafa stanslaust stuð. Munið þið eftir austurríkismanninum með mömmu sína á sviðinu?,,,það varð í 5. sæti. Munið þið hvaða land var í öðru sæti?,,,,ekki man ég það eða hvernig sænska lagið var. Ef ég fengi einhverju að ráða væri ég búinn að senda Botnleðju, Dys og Mínus væri næst. Bara eitthvað ferst og öðruvísi. Ef allt myndi bregðast mætti jafnvel nota tækifærið senda Latabæ út með dans og söngvaatriði. Ekki slæm auglýsing fyrir það company.
Það var reyndar eitt sem pirraði mig agalega við frábæran flutning Jónsa á laugardaginn,,,af hverju þurfti hann að vera svona agalega hommalegur á sviðinu?,,,held að tískulöggan hafi fengið ráðið aðeins og miklu....