Monday, September 13, 2004

Var að koma úr greiðslumati í síðustu viku og hef verið að skoða íbúðir í Reykjavík. Margt spennandi á boðstólum og búinn að taka út nokkrar íbúðir til þess að gefa betra auga. Hins vegar er ég kominn með seconds thought og hef lagt íbúðarkaup ef til vill á hilluna um sinn. Fékk þá flugu í höfðið að flytja erlendis, annað þá hvort að vinna eða læra meir. Ég hef verið að skoða skóla í Austur-Evrópu þá aðallega í Póllandi og Ungverjalandi. Held að það myndi nýtast mér vel þegar ég skrifa MA ritgerðina en ég ætla skrifa út frá Austur-Evrópu. Sýnist mér sem svo að kúrsar í þessum löndum séu allir á móðurmáli sem myndi þýða að maður þyrfti að vera þarna út í dágóðan tíma til þess að geta hafið nám.


Held að sjokkið verði samt mest fyrir mömmu og pabba þar sem að öll börnin verða flutt af landi brott en Maggi fer til Japans á miðvikudaginn. Það verður skítið og erfitt að hugsa sér næstu mánuði án Magga enda við bræðurnir mjög samrýmdir. Hvað haldið þið að hann hafi gert mér!! Passaði fyrir hann laugardag og sunnudag. Þegar ég drösslast á fætur þunnur á sunnudeginum er hann að fara í vinnuna og ríkur út þannig að ég rétt næ að kveðja. Þegar ég geng Hákoni litla gýs þessi kæsta skítafýla. Damn…Hafði ég þrjá kosti í stöðunni,,láta hann eiga sig til kl 18 þar til að Maggi kæmi heim, taka krakkan og spúla hann undir sturtu eða skipta um bleyju. Eftir að hafa vellt fyrstu tveimur kostunum vel fyrir mér og ákvað ég að velja síðasta kostinn. Erfið ákvörðun en lyktin í íbúðini og af drengnum var orðin svo óbærleg að ég gat ekki valið fyrsta kostinn. Eftir að hafa peppað mig upp í skipta á drengnum lét til skarar skríða eftir að hafa bundið klút fyrir vit mín svo engin lykt myndi finnast.
Ljóst er að þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ég mun skipta á kúkableyju.