Tímabil á enda
Þá er komið að því að fótboltatímabilið er á enda en það hefur staðið nú í um 10 mánuði og niðurstaðan er leikur um 3. stætið um helgina. Reyndar verð ég í leikbanni í þeim leik og er þar með kominn í frí. Reyndar var ég ákveðinn fyrir þetta tímabil að þetta yrði það síðasta í boltanum og tel ég að það séu um 90% líkur á því.
Það eina sem stendur í veg fyrir því að ég hætti akkúrat á þessum tímapunkti er að síðustu þrír leikir hjá mér hafa verið fremur skrautlegir og varla viðeigandi að kveðja á þennan hátt.
Skallagrímur-ÍH: Síðari leikurinn í 8 liða úrslitum. Unnum fyrri leikinn 4-0 og vorum 3-2 yfir. Þá kemur sending fyrir okkar mark og kem ég á fjærstöng og ætla aldeilis að hreinsa boltann frá marki og upp í stúku. Ekki vildi betur til en ég smell hitti boltann svo vel að hann endaði í eigin marki stöngin og inn. Í blá hornið!!. Beið ég eftir skömmum frá samherjunum en af einhverjum ástæðum þá horfðu menn slegnir á mig eða sprungu úr hlátri.
Skallagrímur-Huginn: Fyrri heimaleikur. Síðasti heimaleikur minn. Eftir 20 mín leik fæ ég boltann í hausinn með þeim afleiðingum að ég steinlá hreyfingalaus í einhverjar sekúndur. Eftir smá aðhlynningu hélt ég leik áfram þangað ég fór að spá í hvoru liðinu ég væri og á hvaða velli ég væri. Fannst af kennileitum að ég væri í Mosó en það vantaði Aftureldingu á völlinn. Þá var tími til að byðja um skiptingu og þegar þangað var komið beint á Heilsugæslustöðina. Niðurstaða læknis var heilahristingur. Man ekkert eftir þessum leik og fór hann aldrei fram fyrir mér, töpuðum víst 2-4.
Huginn-Skallagrímur: Yfirlýstur næstsíðasti leikur minn á ferlinum. Hann gat nú varla endað verr en hinir tveir á undan. Þegar um 5-10 mín voru eftir af leiknum varð ég fyrir því óláni að brjóta á einum sóknarmanni andstæðinganna. Ekki vildi betur til en ég var aftasti maður. Viti menn RAUTT SPJALD!!. Þessi næstsíðasti leikur varð að mínum síðasta.
Reynir S-Skallagrímur: Leikbann,,síðasti leikur minn verður sem áhorfandi. Nokkuð ljóst að það verður kaldur Thule,,,,,
Ef það er einhver sem á skilið Thule eftir þessar hrakfarir þá er það ég.....
Ef að það er satt að þegar maður sé heppinn í spilum þá sé maður óheppin ástum og öfugt þá má ég búast við stóðlífi í þessum mánuði til þess að bæta þann síðasta upp. Alla vega tókst mér í síðasta mánuði að vera klúðrari aldarinnar á báðum vígstöðvum.
Kannski aðeins að öðrum fréttum en þá er það títt að ég er búinn að vera leita mér að íbúð í bænum. Reikna með að flytja upp úr áramótum í bæjinn. Veltur að sjálfsögðu á vinnu en reyndar liggur mér svo sem ekkert á því enda nóg að gera í lokaritgerð eftir áramót.
Svo eftir tvo mánuði fer ég til Brussel og verð þar í tvær vikur. Þar verða skoðaðar stofnanir á vegum ESB o.fl.. Er búinn að heyra að það séu frábærir veitingastaðir og pöbbar þarna. Ætla halda áfram með þá verðkönnun sem ég, Nonni og Steinar gerðum á Herbertstrasse, í Amsterdam og Luneburg.
Hver veit nema maður verði bara eftir í Brussel??